Fleiri möguleikar með Ticket2Travel.is frá Keflavík
Czech Airlines fjölgar ferðum milli Íslands og Prag, sem gerir það að verkum að möguleikar á tengiflugi frá Prag til fjölda áfangastaða í Evrópu eru nú aðgengilegir á Ticket2Travel.is
Ástæðan er sú að næsta sumar 2020 mun Czech Airlines bjóða upp á daglegar ferðir milli Íslands og Prag í stað þriggja brottfara áður á viku. Þar með aukast möguleikarnir á tengiflugi frá Prag til Spánar, Ítalíu, Króatíu, Bosníu, Serbíu, Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverjalands, Suður Frakklands og fl. staða.
Þessir tengimöguleikar eru bæði í flugi með Czech Airlines eða með öðrum flugfélögum sem þeir hafa samninga við. Czech Airlines eru meðlimir í SkyTeam en þar eru 20 flugfélög og flytja um 750 milljónir farþega árlega.
Samkvæmt lauslegri könnun Ticket2Travel þurfa farþegar þó stundum að gera ráð fyrir langri bið á flugvellinum í Prag því þotan frá Íslandi fer í loftið um miðnætti og lendir hálf sjö að morgni í Tékklandi. Kosturinn er hins vegar sá að hægt er að kaupa báða leggi í einum flugmiða á Ticket2Travel þannig að farangur innritast alla leið og farþeginn er því á ábyrgð flugfélagsins ef seinkanir verða.
Ticket2Travel.is selur eingöngu flugmiða þar sem töskur eru inn ritaðar alla leið, sama hvað það eru margar millilendingar. Allir flugvellir eru með lámarks tengitíma þar sem flugvöllurinn og þjónustufyrirtæki ábyrgast það gagnvart flugfélögum að farangur og fólk komist á milli flugvéla.
Flugbókunarkerfið okkar hjá Ticket2Travel.is er stillt þannig að það koma ekki upp flug sem eru innan við lámarks tengitíma hvers flugvallar fyrir sig, þess vegna erum við 100% neytendavæn flugbókunar síða.
Ef það verða seinkanir á flugi þannig að farþegar missa af tengiflugi, sér viðkomandi flugfélag um gesti okkar þeim að kostnaðarlausu. Bóka þá í næsta mögulega flug en ef það er ekki fyrr en daginn eftir sér flugfélagið gestum okkar fyrir gistingu, fæði og keyrslu frá flugvelli á hótel og í flug daginn eftir.
Tengitímar á flugvöllum geta verið mjög misjafnir, dæmi í Kastrup í Kaupmannahöfn er lámarks tengitími 25 mín, í London innan sama Terminal er hann 55 mín, en í Keflavík er hann 45 mín.
Þessi flugfélög eru í SkyTeam Aeroflot, Aerolíneas Argentinas, Aeromexico, Air Europa, Air France, Alitalia, China Airlines, China Eastern, China Southern, Czech Airlines, Delta Air Lines, Garuda Indonesia, Kenya Airways, KLM, Korean Air, Middle East Airlines, Saudia, TAROM, Vietnam Airlines og XiamenAir.
Lág flugverð með Ticket2Travel.is alla daga allt árið, Þú getur bókað flug með öllum þessum flugfélögum hér að ofan á Ticket2Travel.is
