Hvar er sól og hiti í október?
Finnið flug í sólina hér
Ef þú ætlar að fara í frí í október þá er góð hugmynd að kanna hvernig veðrið er á áfangastað. Hitastigið í suður Evrópu lækkar á haustin meðan það er sumar árið um kring á stöðum sem eru lengra í burtu. Hér kemur yfirlit yfir sólríkan og heitan október.
Í október eru margir möguleikar á því að finna sól og hita. Allt frá þægilegum hita í Suður Evrópu og Kalíforníu eða hita og sól á Kanaríeyjum eða í trópískt loftslag eins og Kap Verde, Thailand, Bali og Dubai.
Þægileg lönd í október
Við höfum gert yfirlit yfir hvar er hiti í október. Hér finnur þú áfangastaði sem henta þér eftir því hvort þú vilt þægilegan hita, mikinn hita og sól eða trópískan hita.
Hér er meðalhiti á mörgum vinsælum áfangastöðum.
Þægilegur október hiti uppað 24 gráðum
Október er endir á ferðamannatímabili í löndum eins og Grikklandi, Kýpur, Ítalíu, Algerveströndinni ásamt suður Spáni og Mallorca.
En það er samt hægt að njóta og eiga sólríka og heitra daga. En síðast í október gæti samt komið regn og lægri hitatölur.
Grísku eyjarnar í október.
Í október er oftast sól og hiti frá heiðum himni og bara lítið regn. Kvöld og nætur geta þó verið svalari, þess vegna mælum við með að þú pakkir þunnum jakka eða peysu.
Frá lok október eða í byrjun nóvember byrjar haustið með svalra veðri og rigningu. En ekkert ár er eins þannig að maður getur verið heppinn eða minna heppinn. Rhodos er heitast með meðalhita um 24 gráður, Kreta er nr. 2 og Santorini nr. 3 Á Korfu er hitinn um 20 – 22 gráður og er eyjan því fullkomin ef þú vilt stunda einhverjar íþróttir.
Dags hiti: 20 – 24 gráður
Nætur hiti: 13 – 16 gráður
Sjávarhiti: 21 – 23 gráður
Sólartímar á dag: 6 – 8 tímar
Mallorca í október
Það mesta af október mánuði upplifir þú sól og hita á Mallorca frá heiðskýrum himni en þó getur komið smá rigning. Það er fyrst í lok október byrjun nóvember sem búast má við kaldara veðri. Ef þú ferð í gönguferðir upp í fjöllin eða hjólar um þá er október fullkominn mánuður að heimsækja Mallorca.
Dags hiti: 22 gráður
Nætur hiti: 14 gráður
Sjávarhiti: 22 gráður
Sólartímar á dag: 6 tímar
Ítalía í október
Ítölsku eyjarnar Sardína og Sikiley eru fullkomnir staðir til að heimsækja á haustin. Í október er Sikiley heitari af þessum tveimur eyjum. Október veðrið er þægilegt og það er ennþá hægt að synda og baða í sjónum. Þó skal hafa það í huga að október tilheyrir einum af 3 regntímabilum á Ítölsku eyjunum, en með aðeins 5 daga regni að meðaltali þá er þetta ekki eins slæmt og það lítur út fyrir að vera.
Október á Sardínu og Sikiley
Dags hiti: 22 – 23 gráður
Nætur hiti: 14 – 16 gráður
Sjávarhiti: 21 - 22 gráður
Sólartímar á dag: 6 – 7 tímar
Costa del Sol í október
Þú getur átt von á heitum og þægilegum október á Costa del Sol. Það er líka frekar ódýrt á þessum tíma og því er spánska ströndin vinsæl á haustin. En eins og fleiri ferðamannastaðir í suður Evrópu á þessum tíma þá getur þú átt vona á rigningar dögum.
Það eru margar strendur á Costa del Sol strandlengjunni sem er rúmlega 150 km. löng. Þessir staðir eru vinnsælastir: Malaga, Toremolinos, Fuengirola, Marabella, Benalmadena, Estepona og Torrox
Dags hiti: 22 – 24 gráður
Nætur hiti: 15 – 16 gráður
Sjávarhiti: 20 - 22 gráður
Sólartímar á dag: 7 tímar
Tyrkland í október
Tyrkland er mjög ódýrt land að heimsækja í október, dagshiti í Alanya og Side er um 22 gráður en Antalya og Marmaris ströndin ca. 24 – 26 gráður.
Ef þú ert meira fyrir menningu eða borgarlíf þá er hitastigið í Istanbul um 19 gráður. En það er sama hvort þú velur, þá má eiga von á stuttum regnskúrum á þessum tíma.
Dags hiti: 19 – 26 gráður
Nætur hiti: 12 – 17 gráður
Sjávarhiti: 21 - 26 gráður
Sólartímar á dag: 6 - 10 tímar
Portúgal í október
Frí í Portúgal í október mánuði er einnig möguleiki þar sem loftsagið er þægilegt. Í Algarve finnur þú sjarmerandi strandbæi og nokkrar af bestu sólbaðströndum í Evrópu. Síðan er það blómaeyjan Madeira sem bíður uppá hálf trópískt loftslag og er þekkt fyrir huggulegt bæjarlíf ásamt því að vera bæði litskrúðug og með blóma ilm í loftinu. Undir Portúgal heyra einnig eyjarnar Azoreyjar þar sem bæjarlífið er rólegt og sjarmerandi ásamt fallegum fjöllum, vötnum og kóralrifi.
Þrátt fyrir að þessi þrjú svæði í Portúgal eru mjög mismunandi þá er eitt sem þau hafa sameiginlegt og það er veðrið í október sem er mjög þægilegt. Á Madeira er hitinn á daginn um 21 -23 gráður og kvöldin 15 – 19 gráður, sjórinn er ca. 22 – 23 gráður. Algarve er með 22-23 gráður, sjórinn er um 20 gráður en á nóttinni fer hitinn niður í ca. 14-15 gráður. Á Azoreyjum er hitastigið um 20 – 23 gráður, sjórinn er ca. 21 gráða og á næturna þetta 15 – 17 gráður
Dags hiti: 20 – 23 gráður
Nætur hiti: 14 – 19 gráður
Sjávarhiti: 21 - 26 gráður
Sólartímar á dag: 5 – 8 tímar
Aðrir staðir í október
Á Möltu er um 22-23 stiga hiti í október og sjórinn er um 25 gráður og þar er lengsti tími dagsbirtu í október eða heilir 9 tímar.
Sækist þú eftir sól og stórborg í suður Evrópu þá er Barcelona staður sem margir velja.
Viltu 25 – 29 gráður í október?
Kýpur í október.
Margir sólartímar einkenna Kýpur árið um kring en í október geta komið dagar með regni en þá oftast í lok mánaðarins.
Dags hiti: 25 – 28 gráður
Nætur hiti: 15 – 16 gráður
Sjávarhiti: 24 - 25 gráður
Sólartímar á dag: 8 – 9 tímar
Kanarí Eyjar í október
Íslendingar flykkjast til Kanarí eyja á haustin og veturna. Loftslagið er þægilegt og ef þú dvelur þar í október getur hitinn verið á bilinu 23 – 26 gráður
Dags hiti: 23 – 26 gráður
Nætur hiti: 17 – 21 gráður
Sjávarhiti: 21 - 23 gráður
Sólartímar á dag: 7 tímar
Flórída í október
Október er síðasti mánuður á því tímabili sem er frekar rakt eða blautt, en það sem eftir er árs. Þess vegna er gott að bíða þangað til síðast í október eða byrjun nóvember, þar sem hitinn byrjar að lækka og það er ekki eins mikið regn.
Dags hiti: 29 gráður
Nætur hiti: 23 gráður
Sjávarhiti: 28 gráður
Sólartímar á dag: 8 tímar
Viltu upplifa hita yfir 30 gráður í október.
Trópískur hiti í október, sjá upptalningu hér að neðan. Gott ráð er að velja gistingu með loftkælingu.
Dubai í október
Það er næstum því hægt að segja að þú ert 100% örugg(ur) með sól í Dubai, vertu viðbúinn 35 gráðum. Ef þú þarft á kælingu að halda þá er smá kæling við að fara í sjóinn, en ef þú ferð í verslunarleiðangur þá eru verslanir yfirleitt loftkældar.
Dags hiti: 35 gráður
Nætur hiti: 23 gráður
Sjávarhiti: 27 gráður
Sólartímar á dag: 8 tímar
Thailand í október
Þótt að október sé álitinn hluti af regntímabili í Thailandi, þá er ekki hægt að alhæfa það þar sem landið er svo stórt. Regntímabil þýðir ekki að það rignir dag út og inn heldur koma skúrir flesta daga og þá oftast seinnipart og/eða á kvöldin/nóttinni. Margir velja október mánuð sem ferðamánuð þar sem þá er bæði hægt að fá mjög ódýr flug sem og hótel.
Dags hiti: 31 gráður
Nætur hiti: 24 gráður
Sjávarhiti: 28 gráður
Sólartímar á dag: 7 tímar
Kap Verde eyjar í október
Kap Verde eyjar eru í suður Atlandshafi út frá vesturströnd Afríku. Í október eru oft góð tilboð á flugi til eyjarinnar Boa Vista, þar sem eru fallegar strendur, góð hótel og sól og hiti.
Október er síðasti mánuður í regntímabili þannig að það gætu komið rigningadagar, en allavega þá er október talinn einn af bestu mánuðum að heimsækja Kap Verde eyjarnar. Hitastig er mest á tímabilinu ágúst til október og hættan á kröftugrum vindi er minnst.
Dags hiti: 28 - 29 gráður
Nætur hiti: 23 gráður
Sjávarhiti: 25 - 27 gráður
Sólartímar á dag: 8 tímar
Balí í október
Þú getur verið örugg(ur) um hita í október á Balí. Þessi vinsæla eyja er með tropiskt loftslag og hátt rakastig. Regn getur þó komið allt árið og það er þurrara í lok október og þá er loftrakinn minni.
Dags hiti: 30 - 31 gráður
Nætur hiti: 23 – 26 gráður
Sjávarhiti: 26 - 28 gráður
Sólartímar á dag: 8 – 10 tímar
Þú finnur flugið í fríið á Ticket2Travel.is. lág flugverð á www.t2t.is
