Hvað þýðir 1PC eða 2 PC ?
Bókunarkerfið getur ekki lesið ef flugfélög bjóða uppá tösku sem má vera að hámarki 20 - 23 kg.
Þess vegna kemur flugbókunarkerfið upp með 1PC eða 2 PC.
1PC stendur fyrir að það er innifalið í verði ein ferðataska, sem má að hámarki vikta 23. kg.
2PC stendur fyrir að það er innifalið í verði tvær ferðatöskur, sem hvor um sig má vikta að hámarki 20 -23. kg.
Ath. En það eru samt undantekningar td. Norwegian býður 2PC en hjá þeim er hámarks vigt 20 kg.
Hjá öllum flugfélögum er innifalinn handfarangur en það getur verið mismunandi eftir flugfélögum hvað handfarangurstaskan má vera þung, en það er yfirleitt frá 5 uppí 10 kg.
Ef það kemur upp á bókunarsíðunni að það er innifalið í bókun 1PC, 2PC, 20 kg. eða 30 kg. þá á það við innritaðan farangur. Ef það eru fleiri en einn farþegi í bókun þá er þetta sá farangur sem hver farþegi má hafa.
Ef um millilendingar er að ræða þá innritast farangur alla leið, þú þarft ekki að hugsa um töskur í millilendingum heldur aðeins að fara frá einni flugvél til annarar á viðkomandi flugvelli.
Bókuanrkerfið er stillt þannig að lámarks tengitími milli flugfélaga eða flugvéla er alltaf til staðar. Ef það kemur fyrir að flugfélaginu seinkar og þú missir af næsta tengiflugi þá sér viðkomandi flugfélag um þig þér að kostnaðar lausu og bókar þig í næsta flug.
Ef flugið er daginn eftir þá skaffa þeir hótelgistingu, keyrslur frá flugvelli á hótel og síðan þær máltíðir sem um er að ræða þér að kostnaðar lausu.
Ticket2Travel.is ber saman flugfélög, flugleiðir og flugverð á þann áfangastað sem þú leitar að flugi á.
