Góð ráð við leit að flugmiðum

Flestir nota netið til að bóka flugmiða, bæði hjá ferðaskrifstofum eða flugfélögum. Verð á flugmiðum hefur lækkað síðustu ár en aftur á móti hefur verðmunurinn ekki verið eins mikill og hann var áður á milli flugfélaga.

Þetta þarf maður að hafa í huga hér eru nokkur góð ráð frá Ticket2Travel.is sem þú hefur kannski ekki hugsað út í:

Kannið verð á gjöldum:
Villa kemur upp. Dæmi: ef þú skrifar nafnið þitt vittlaust, þarf að gera nafnabreytingu á flugmiðanum. Það getur kostað skildinginn allt að 20.000 í breytingargjald. Þegar verðmunur er svo lítill á milli bókunarsíðna á flugmiðum er mikilvægt að skoða þau gjöld sem leggjast á flugmiðann áður en þú gengur endanlega frá bókuninni.

Kaupið í Íslenskum krónum ekki í Dollar eða EUR
Þegar verslað er á erlendum heimasíðum, en verðin eru sýnd sem Íslenskar krónur er það ekki rétt verð heldur er búið að umreikna erlenda mynnt í Íslenskar krónur.  Heimildin á kreditkortinu þarf að vera í erlendri mynt og upphæðin er dregin af kortinu í erlendri mynnt og síðan umreiknuð í Íslenskar krónur og þá á kortagengi viðkomandi Borgun, Valitor eða Kortu sem er allt annað gengi en það sem þú verslaðir á upprunalega. Þannig að flugmiðinn sem þú keyptir er mun dýrari en sú upphæð sem gefin er upp á erlendu bókunarsíðunni.

Er hægt að komast í samband við starfsmann
Sem neytandi er mikilvægt að komast í samband við starfsmann fyrirtækis sem maður bókar hjá ef það koma upp vandamál. Þess vegna er það góð hugmynd að kanna  hvort hægt sé að komast í samband við starfsmann áður en þú bókar, í gegnum síma, tölvupóst eða bein samskipti á netinu (chat). Auðvitað virkar það eins og tímaeyðsla en þegar vandamál koma upp þarftu að vera öruggur um að þú náir í viðkomandi fyrirtæki til að leysa vandamálin.

Bókaðu með góðum fyrirvara
Áfangastaðurinn hefur mikið að segja varðandi það, með hvað löngum fyrirvara þú þarft að bóka flug til að fá ódýran miða. Dæmi ef þú ætlar í helgarferð í Evrópu þá eru 5 vikur góður tími. En ef þú ætlar til Bandaríkjanna eða Thailands þá skaltu bóka eins fljótt og mögulegt er. Lengri flugleiðir seljast fyrr upp heldur en  stuttar flugleiðir og á lengri flugleiðum lækkar verðið ekki eftir því sem nær dregur brottför.

Dýrara að ferðast með millilendingum.
Verð á flugmiðum er oftast ódýrara ef um millilendingar er að ræða heldur en bein flug. En menn gleyma því oft að þegar um lengri bið á flugvöllum er að ræða á milli fluga, þurfa menn að fá sér hressingu sem oftast kostar mikið. Einnig geta menn þurft að ferðast á milli flugvalla og það getur verið dýrt. Þannig að ódýrasti flugmiðinn er ekki alltaf sá hagstæðasti.

Rólegir dagar
Samkvæmt skoðunarkönnunum eru rólegustu dagar í viku á þriðjudögum og miðvikudögum á alþjóðalegum flugvöllum og því sniðugt að leita að flugi á þeim dögum því þeir geta verið ódýrastir.

shade