Checkmytrip er hinn fullkomni ferðafélagi

Umhverfisvernd er á ábyrgð okkar allra nýtið ykkur þessa rafrænu lausn.

Við hjá Ticket2Travel.is mælum eindregið með því að þið nálgist appið, annaðhvort í App store eða Google play. Appið er ókeypis og auðvelt að innrita sig með netfangi eða samfélags miðlum.
Þegar þú ert komin með þinn eigin aðgang er auðvelt að setja inn ferðirnar þínar.

Af hverju Appið?

  1. Þú færð tilkynningar um flugið þitt eins og seinkanir, af lýsingar, ef brottför er frá öðrum Terminal eða hliði með meiru.
  2. Þú getur innritað þig í flugið beint úr Appinu.
  3. Allar ferðaáætlanir í Aappinu uppfærast sjálfkrafa.

Það hefur aldrei verið eins auðvelt og áhyggjulaust að ferðast eftir að ferða Appið frá Checkmytrip kom því það er beintengt við flugbókunarkerfi okkar á www.t2t.is

Þegar þú hefur náð í appið þá skráir þú bæði inn bókunar nr. sem þú færð frá Ticket2Travel.is og eftirnafnið þitt til að nálgast ferðina þína.

Á emiða frá Ticket2Travel stendur nafnið ykkar það þarf að vera skrifað eins inní Appið til þess að Appið virki.

ATH. Ekki skrá nafnið ykkar með íslenskum stöfum þá virkar appið ekki og kemur með villu eða þú kemst ekki inní appið.

Dæmi: Sigurþór Kári Þórðarson skrifast Sigurthor Kari Thordarson eða Gunnþóra Hrönn Skarphéðinsdóttir skrifast Gunnthora Hronn Skarphedinsdottir

Ýtið á myndirnar hér að neðan til að nálgast

 

 

shade