Brúðkaupsferðir
Ef þið eruð að leita að ógleymanlegri brúðkaupsferð þar sem rómantík og lúksus eru í fyrirrúmi ásamt framandi, suðrænum upplifunum þá höfum við sett saman nokkrar tillögur að vinsælum og spennandi stöðum sem eru upplagðir fyrir ævintýralega og rómantíska brúðkaupsferð með kampavíni og glæsilegum giststöðum, fallegu landslagi, sól og turkisbláum sjó, gómsætum mat og eðal vínum og yfirleitt allt það sem nærir hjartað í svona ferð. Einnig viljum við óska ykkur til hamingju með þennan stóra dag í lífi ykkar.
Í sambandi við brúðkaupsferðina eða brúðkaupsafmælið þá er margt sem þarf að skipuleggja og huga að eins og fyrir sjálft brúðkaupið og við ráðleggjum ykkur að því fyrr sem þið pantið flugmiðann því ódýrari flugmiða fáið þið.
Einnig getum við aðstoðað með tillögur að öðrum stöðum sem maður tengir ekki endilega við brúðkaupsferðir.
Thailand
Thailand er algjör draumur hvað varðar brúðkaupsferðina hér eru langar hvítar sandstrendur, sól og hiti, vinalegir og brosmildir íbúar, stórkostleg náttúra og flott hótel sem mörg hver bjóða uppá brúðkaupspakka sem getur t.d. verið í formi brúðkaupstertu, kampavíns, ávaxtakörfu, kvöldverðar eða sambland af þessu. Yfirleitt er gildandi að því hærra sem þið farið í hótelstandard því fleira er í boði hótelsins fyrir brúðarparið.
Það er einnig tilvalið að dekra svolítið við sig í brúðkauupsferðinni með yndislegu heilsu- og olíunuddi og mörg hótel í Thailandi bjóða uppá flottar Spa meðferðir í aflsöppuðu umhverfi.
Lesið meira um Thailand hér
Balí
Það eru margar skýringar á því af hverju Balí er draumastaður fyrir ævintýralega og rómantíska brúðkaupsferð. Hér er sólin gjafmild, náttúran ótrúlega gróskumikil og menningin bæði mikil og spennandi. Strendurnar eru fallega hvítar og kóralrifin innanum fagurlitaða fiskana er ótrúlega spennandi að upplifa. Á Balí eru einnig mörg hótel sem bjóða uppá brúðkaupspakka líkt og í Thailandi og hér bjóða hótelin einnig uppá yndislegar Spa meðferðir.
Lesið meira um Balí hér
Seychelleyjar
Velkomin í paradís, eyjar sem eru staðsettar í miðju Indlandshafi út frá ströndum Afríku. Þessar ótrúlega fallegu eyjar með hvítar sandstrendur sem bera við turkisblátt hafið eru frábær staður fyrir ógleymanlega brúðkaupsferð sem ennþá er hægt að minnast þegar þið haldið uppá silfurbrúðkaupið. Fyrir utan sól og sælu við strendurnar þá er stórkostlegt að upplifa hinar friðsömu landskjaldbökur, fallega náttúru, spennandi markaði og fjölbreytt dýralíf.
Lesið meira um Seychelleyjar hér
Maldíveyjar
Maldíveyjar í Indlandshafi eru algjör paradís á jörð og hér er fullkomin umgjörð fyrir rómantískta brúðkaupsferð. Hér er hægt að rölta meðfram fallegum sandströndum þar sem suðræn pálmaté vagga rólega í hafgolunni. Svo er spennandi að snorkla innanum stórkostlegt lífríkið sem er fjölbreyttara hér en á mörgum öðrum stöðum m.a. vegna staðsetningar eyjanna og er sjórinn í kring ótrúlega tær.
Lesið meira um Maldíveyjar hér
Hawaii
Hawaii eyjarnar eru virkilega fallegar og áhugaverðar að upplifa. Hér upplifið þið algjöran lúksus á framandi og suðrænum slóðum með mikið af ógleymanlegum upplifunum. Hér eru kílómetra langar sandstrendur, stórkostlega falleg rauðglóandi sólarlög, fallegt landslag með mikið af fossum og frábærum hraunhellum og hér er hægt að prófa brimbretti sem er þjóðaríþrótt eyjamanna. Eyjan Maui er næst stærsta eyjan og fullkomin fyrir rómantíska brúðkaupsferð.
Lesið meira um Hawaii hér
Ítalía
Það er ekki hægt að komast hjá Ítalíu þegar fjallað er um vinsælar brúðkaupsferðir. Hér er hægt að velja á milli margra staða eins og Flórens, Feneyjar og Róm og svo er eyjan Sikiley ótrúlega spennandi ferðastaður, með mikið af gómsætu sjávarfangi á boðstólnum eins og rækur, humar og múslingar sem bragðast vel með góðum vínum.
Á eyjunni er hið fræga eldfjall Etna og er allt svæðið í kringum eldfjallið fallegur þjóðgarður og er möguleiki á að fara í ferð með leiðsögn upp að gígnum. Svo eru frábærar fornminjar, kirkjur og kastalar sem og mikilfenglegar hallir sem áhugavert er að skoða
Bestu baðstrendur á eyjunni er á austurströndinni og þar er mjög góð þjónusta.
Lesið meira um Ítalíu hér
Þetta er bara örfá dæmi um áfangastaði sem þú getur farið í brúðkaupsferð til en Ticket2Travel.is finnur alltaf ódýrustu flugmiða til þess staðar sem þú leitar að ef ykkur vantar hótel þá getum við einnig aðstoðað ykkur.
