Vantar þig aðstoð?

Hafðu samband á netspjalli við ferðaráðgjafa ef þú þarft aðstoð við að bóka flug. Við getum aðstoðað við að bóka flug eða veitt góð ráð.

Spurningar sem koma oftast upp eru:

Hvað þýðir 1PC ?

Svar: Bókunarkerfið getur ekki fundið út ef töskur sem innritaðar eru í flug eru 18 kg. eða 23. Kg. en bókunarkerfið gefur upp td. 20 eða 30 kg. Hjá okkur er oftast 1PC það sama og 23. Kg. af innrituðum farangri.

Þarf ég að ná í farangur í millilendingum?

Svar: Nei, hjá Ticket2Travel getur þú bókað einn miða alla leið, farangur innritast einnig alla leið.  Það eina sem þú þarft að gera í millilendingum er að koma þér á milli flugvéla.

Ég er að bóka flugmiða og mér finnst vera stuttur tími á milli fluga, þarf ég að velja flug með lengri biðtíma?

Svar: Flugvellir hafa mis langan tengitíma á milli flugvéla og allir flugvellir gefa upp lámarks tengitíma til flugfélaga. En tengitími er sá tími sem flugvöllurinn ábyrgist að farþegar og farangur komist á milli flugvéla. Dæmi um lámarks tengitíma. Kaupmannahöfn 30 – 45 mín.  Keflavík 20-45 mín. Frankfurt 45 mín. London 20-90 mín.

Netspjall finnur þú neðst í hægra horni síðunnar. Ýttu á hnappinn: Hafðu samband það er opið og skráðu upplýsingar og síðan hefja netspjall.

shade