Leiðarvísir að góðri HM-ferð til Rússland

 

Ísland spilar í borgunum Moskvu 16. Júní , Volgograd 22. Júní og Rostov 26. Júní Þar sem Ticket2Travel getur leitað að hringferð höfum við skoðað möguleikana á góðu fríi með strákunum okkar á HM 2018.

Þú leitar að hringferð:
KEF – MOW t.d. 15. Júní og síðan bæta við áfangastað
ROV – KEF þann 27. Júní og ýtir á leita, þá finnur Ticket2Travel ódýrasta, fljótasta eða besta verð fyrir þig.

 

Verðin eru frá 75.015,-

 

HM Ferðin er þá í heild 12 dagar og 11 nætur en á hótel bókunarsíðum og Airbnb er hægt að fá gistingu frá kr. 10.000,-

Þannig að heildar pakkinn flug og gisting er um 180.015,- gæti verið lægri ef ódýrari gisting væri valin eða ef tekin er næturlest frá Moskvu niður til Volgograd þá sparast ein nótt og það er frítt í lestar á milli HM borg

Engin þörf er á vegabréfsáritunum ef maður ætlar að ferðast til Rússlands til þess að sjá landsliðið keppa. Nóg er að sækja um sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“, á vefsíðunni Fanid

 

Með skírteininu má viðkomandi stuðningsmaður ferðast frítt með lestum á milli i keppnisborga og sömuleiðis með almennings samgöngum á keppnisdegi.

 

Verðlag í Rússlandi er lægra en á Íslandi og því gætu ferðamenn sparað sér pening og/eða gert góð kaup. Í nokkrum borganna má þar að auki finna verslunarmiðstöðvar sem hafa orðið að vinsælum ferðamannastöðum sökum hönnunar og/eða sögu. Til að mynda Glavnyi Universalnyi Magazin í Moskvu.

 

Allir þurfa líka að borða og er rík matarvagnamenning í Rússlandi. Finna má fjölda matarvagna sem bjóða upp á allt frá pylsum til kóreskra samloka. Rússneskir skyndibitastaðir eru vinsælir ásamt alþjóðlegum skyndibitastöðum eins og McDonald’s.

 

Nánari upplýsingar um Rússland og borgirnar sjá hér Lesið um Rússland

 

Ísland - Argentína í Moskvu 16. júní.

Ísland - Nígería í Volgograd 22. júní.

Ísland - Króatía í Rostov 26. júní.  

 

Áfram Ísland

shade