Death Valley National Park 

Helsta aðdráttarafl Death Valley er lægsta og jafnframt heitasta svæðið í Ameríku.  Það er aðeins þegar rignir, sem er mjög sjaldan að það er vatn í Badwater, en vatnið er ekki drykkjarhæft og þess vegna er nafnið Baewater tilkomið.

Death Valley National Park
10. júlí 1913 mældist hitinn í Death Valley 56,3 ° C og það er ennþá hæsta hitastig sem mælst hefur utan Afríku. Auk þess er lægsta svæði Death Valley 86 m fyrir neðan sjávarmál og er það lægsta svæðið í álfunni. Það gerir staðinn alveg einstakann og ef þú ætlar að fara á svæðið er mikilvægt að pakka vel af mat og drykk og fylla á  bíllinn áður en þú ferð annaðhvort frá Pahrup í austri eða Lone Pine í vestri.
Death Valley fannst árið 1849 á tímum gullæðisins en fram að þeim tíma voru það eingöngu Timbisha Shoshone indíánar sem bjuggu á svæðinu. Árið 1933 var Death Valley friðað svæði og árið 1994 varð staðurinn að Þjóðgarði. Við Furnace Creek og Stove Pipe Wells finnur þú einu verslunarstaðina og hér er einnig hægt að fá upplýsingar um veðurhorfur ásamt áhugaverðurm stöðum á svæðinu. Um milljón ferðamenn heimsækja Death Valley á hverju ári.

Áhugaverðir staðir í Death Valley:

  • Badwater. Helsta aðdráttarafl Death Valley er lægsta og jafnframt heitasta svæðið í Ameríku.  Það er aðeins þegar rignir, sem er mjög sjaldan að það er vatn í Badwater, en vatnið er ekki drykkjarhæft og þess vegna er nafnið Badwater tilkomið.
  • Dante´s View. Eftir stutta göngu frá bílastæðinu hefur þú fullkomið útsýni yfir Badwater. Hér ert þú í  1.500 m hæð yfir lægsta punkti og við sjóndeildarhringinn er mögulegt að sjá fjallið Mt. Whitney (4.392 m).
  • Mesquite Flat Sand Dunes. Nálægt Stove Pipe Wells er Mesquite, sem samanstendur af um það bil 30 m háum sandhólum. Hægt er að sjá dýra spor í sandinum á morgnana og seinnipartinn er fallegt að sjá þegar sólin speglast á sandinum, á nóttinni býður máninn uppí dans við sandhólana, en farið varlega og gleymið ekki slöngunum í myrkrinu.
  • Zabriskie Point. Bæði litir og lögun við Zabriskie Point eru með þeim flottustu í þjóðgarðinum. Það er bæði í morgunsólinni og kvöldsólinni að klettarnir litast og verða rauðgylltir.

Fyrir þig sem hefur möguleika á nokkrum dögum í þjóðgarðinum.

  • Scotty’s Castle. Í norðurhluta garðsins er húsaþyrping með söpnsku ívafi sem kallað er eftir Walter Scott, en það tilheyrði ríkum vini hans Albert Johnsons. Þessir tveir vinir og kona sá síðarnefnda voru með til að fá fyrstu ferðamenn til að koma til Death Valley undir fölskum formerkjum um gull og annan ríkidóm.
  • Ubehebe Crater. Eldfjallið Ubehebe hefur ekki gosið í mörg hundruð ár og er hinn  200 m djúpi gýgur hægt að sjá frá aðalveginum, en ef þið ætlið nálægt þurfið þið að ganga svolítið.
  • The Racetrack. Eftir c.a. 2 1/2 tíma eftir veginum við Ubehebe kemur þú að einum skrítnasta stað í Death Valley. Í Racetrack Valley getur þú upplifað steina sem „fljóta“ á þurrum vatnsbotni og er greynilega hægt að sjá ummerki eftir steinana. Það er talið að steinarnir hreyfast með sterkum vindum. Athugið að það þarf 4-hjóladrif í  ferðina til The Racetrack.

 

shade