Við hjá Ticket2Travel gerum allt sem við getum til að aðstoða viðskiptavini okkar, hvort heldur sem þeir eru að ferðast frá Íslandi eða til Íslands.

Breytingar á flugmiðum
Við erum háð reglum flugfélaga varðandi flugmiða en reglur flugfélaga eru mjög mismunandi. Einnig hefur borið á því að flugfélögin hliðra og breyta reglum daglega núna vegna COVID-19. Þetta gerir það að verkum að mikill tími fer í hvert og eitt mál og engin mál eru eins.
Vegna villandi reglna hjá flugfélögum á styttri flugleiðum frá Íslandi til Evrópu, mælum við ekki með því að fólk breyti flugmiðum heldur krefjist endurgreiðslu.
Dæmi eru um að flugfélög auglýsi að þú getur breytt flugi þínu að kostnaðar lausu. Ekkert aukagjald verður lagt á breytingar og það eina sem þú gætir þurft að greiða er mismunur á fargjaldi. Vandamálið er að mismunur á fargjaldi gæti orðið jafn dýr og nýr farmiði kostar.

Endurgreiðslur á flugmiðum vegna COVID-19
Allar endurgreiðslur á flugmiðum koma frá flugfélögunum sjálfum til okkar og erum við því háð hvaða reglur hvert flugfélag er með varðandi endurgreiðslur. Við erum aðeins milliliður milli viðskiptarvina okkar og flugfélaga.

Varðandi endurgreiðslur eru 4 möguleikar í gangi.

  1. GDS greiðsla: Við hjá Ticket2Travel reynum að fá endurgreiðslur gegnum GDS eða bókunar kerfið. Þannig endurgreiðslur skila sér til viðskiptavina okkar á 3 – 10 dögum. Mörg flugfélög eru nú að loka fyrir þennan möguleika á endurgreiðslum.
  2. BSP greiðsla: Ef flugfélög leifa ekki möguleika 1 notast Ticket2Travel við BSP link sem er greiðslumiðlun flugfélaga (IATA).
    Þessar greiðslur taka mun lengri tíma að fá endurgreitt eða frá 2 til 12 mán. frá því að við förum fram á það.
  3. Gjafabréf: Við teljum að gjafabréf sé ekki örugg endurgreiðsla þar sem búast má við að mörg flugfélög lifi ekki af þessar hremmingar. En samt erum við að upplifa að nokkur flugfélög bjóða eingöngu uppá þann möguleika.
  4. Vidarpunktar/CashPoints/Flymiles: Sum flugfélög eru að bjóða vildarpunkta sem endurgreiðslu en Ticket2Travel veitir ekki þá þjónustu og aðstoðum ekki við það.

Bæði flugfélög, ferðaskrifstofur og bókunar síður eins og okkar upplifum ástand vegna COVID-19 sem engin fordæmi eru fyrir en við gerum öll okkar besta og biðlum til fólks um að sýna þolinmæði, það er verið að vinna á öllum vígstöðum og reynt að greiða úr öllum málum á sem bestan hátt. Við forgangsröðum þeim málum sem eru innan næstu 3ja til 10 daga fram í tíman hverju sinni.

Flugi aflýst
Ef fluginu þínu er aflýst af flugfélagi sendu okkur þá tölvupóst sem inniheldur bókunar- eða pöntunar númer ykkar. Við munum síðan hafa samband við viðkomandi flugfélag um það hvernig endurgreiðslum þeirra og eða breytingum er háttað.

Flugi aflýst fram í tímann
Ef flugi ykkar er aflýst fram í tímann hafið þá samband í tölvupósti sem inniheldur bókunar eða pöntunar númer ykkar. Við munum síðan hafa samband við flugfélag um hvað er til ráða, en ef það er langt í brottför vitum við að flugfélög sinna ekki þannig fyrirspurnum fyrr en eftir brottfaradagsetningu eða síðar.

Við biðjum alla um að sýna þolimæði vegna þess að það er mikið álag á okkur í augnablikinu.

Netfang: info@ticket2travel.is
Sími: Neyðar sími opin fyrir utan opnunartíma  776 7998
Spjallið á www.t2t.is oprið allan sólahringinn en þar skrifið þið erindið og ýtið á send þegar ferðaráðgjafi er ekki til staðar.

shade