Ferðaheimild til Bandaríkjanna
ESTA (Electronic System for Travel Authorization) Umsókn Fyrir Íslenska Ríkisborgara
Island er aðili að rafræna vegabréfskerfinu (Visa Waiver Program) sem gerir íslenskum ríkisborgurum kleift að ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar. Frá og með 12. janúar 2009 varð rafræna kerfið fyrir ferðaheimildir (Electronic System for Travel Authorization) áskilin hluti rafræna vegabréfskerfisins. Rafræn ferðaheimild er umsóknarkerfi fyrir alla farþega frá aðildarlöndum rafræna vegabréfskerfisins, þ.m.t. Ísland. Rafræna vegabréfskerfið hefur einfaldað ferðalög til Bandaríkjanna fyrir milljónir farþega þar sem eingöngu hefur þurft tölvulesanlegt vegabréf. Vegna aukinna örygissráðstafana þurfa farþegar nú að sækja fyrirfram um ESTA ferðaheimild. Sem og áður þarf enn að hafa tölvulesanlegt vegabréf frá aðildarlandi rafræna vegabréfskerfisins. ESTA umsóknarferlið fer fram á netinu og er á vegum Heimavarnarráðs Bandaríkjanna (U.S. Department of Homeland Security).
Ferðaheimildin er ekki vegabréfsáritun. Farþegi frá landi sem tekur ekki þátt í rafræna vegabréfskerfinu skal ekki reyna að sækja um ferðaheimild. Tilgangur ferðaheimildarinnar er að gefa Heimavarnarráði Bandaríkjanna tækifæri á að rannsaka alla farþega frá aðildarlöndum rafræna vegabréfskerfisins áður en þeir ferðast frá sínu heimalandi. Íslenskir farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna þurfa að sækja um ferðaheimilid a.m.k. 72 tímum fyrir brottför. Samþykkt ferðaheimild tryggir ekki landgöngu en er forkrafa um að ferðast til Bandaríkjanna með flugi eða skipi.
Mikilvægar upplýsingar um ESTA:
- ESTA (bandarísk ferðaheimild) er ekki vegabréfsáritun. Hún heimilar þér að fara um borð í flugvél eða skip sem ferðast til Bandaríkjanna.
- Tilgangur ferðaheimildarinnar er að gefa bandarísku ríkisstjórninni færi á að rannsaka alla farþega frá aðildarlöndum rafræna vegabréfskerfisins áður en þeir ferðast frá sínu heimalandi.
- Ríkisborgarar þeirra 37 aðildarlanda rafræna vegabréfskerfisins (þ.m.t. Ísland) þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er í ferðalag til Bandaríkjanna.
- Ráðlagt er að sækja um ferðaheimild a.m.k. 72 tímum fyrir brottför.
- Ef umsókn er hafnað þarf að sækja um B-1 eða B-2 ferðamannaáritun.
- Samþykkt ferðaheimild tryggir ekki landgöngu í Bandaríki
Af hverju ætti ég að sækja um ESTA?
- Frá og með 12. janúar 2009 þurfa farþegar frá aðildarlöndum rafræna vegabréfskerfisins að sækja um bandaríska ESTA ferðaheimild til þess að eiga færi á að fá landgöngu í Bandaríkin.
- ESTA ferðaheimildin gildir í allt að tvö ár og einfalt er að uppfæra hana fyrir frekari heimsóknir.
Hver þarf að sækja um ESTA?
- Allir farþegar sem ætla sér að heimsækja Bandaríkin samkvæmt rafræna vegabréfskerfinu og sem ferðast þangað með flugi eða skipi.
- Allir farþegar sem eru í gegnumför (transit) um Bandaríkin samkvæmt rafræna vegabréfskerfinu.
- Börn og ungabörn sem heimsækja eða sem eru í gegnumför samkvæmt rafræna vegabréfskerfinu þurfa einnig að hafa samþykkta ESTA ferðaheimild.
Upplýsingar um ESTA umsóknir
- Umsóknarferlið fer fram á vefnum
- Umsókn tekur minni en fimm mínútur
- Yfir 99% umsókna samþykktar (heimild: bandaríska ríkisstjórnin)
- Skyldubundið ferli sem hófst 12. janúar 2009
- Gildir í allt að tvö ár
