Flugmiðar og ferðir til Colombo

Colombo er stærsta og mikilvægasta borg á Sri Lanka, þetta er borg sem hefur allt ásamt fallegum sandströndum, einhverskonar „Asiu Rio de Janeiro“ Hér er einnig að finna mikilvæga höfn sem hefur haft mikla þýðingu í meira en 2.000 ár fyrir verslun á milli austurs og vesturs.
Það hafa átt sér stað miklar breytingar og þróun síðustu áratugi í Colombo, m.a. við vinnu á fornminjum staðarins sem hafa gert borgina mun áhugaverðari. Svæðið Fort er einnig áhugaverður staður sem hefur rætur að rekja aftur til þeirra tíma þegar borgin var portugölsk nýlenda.
Eftir að hafa skoðað og upplifað Fort er hægt að halda áfram til Pettah sem þýðir“ svæðið fyrir utan Fort“ Hér er að finna markaði og bazara í Colombo þar sem hægt er að kaupa allt milli himins og jarðar. Í Pettah er eins og þú sért í miðri mauraþúfu og það er gaman að fylgjast með innfæddum versla á markaðinum. Við markaðinn eru einnig aðrir spennandi og áhugaverðir staðir eins og moskan Jami Ul Alfar og Khan klukkuturninn. Það er hægt að heimsækja Colombo allt árið en þægilegast er að koma þangað á tímabilinu desember – mars því þá er hér sólríkt og þurrt og þægilegur hiti.

shade