Flugmiðar og ferðir til Sri Lanka 

Ef þig dreymir um að njóta lífsins á fallegri, framandi og trópískri eyju þar sem þú getur einnig kafða niður í aldagamla og einstaka sögu og menningu, þá er Sri Lanka rétti staðurinn fyrir þig. Landið var hér áður fyrr, þegar það var bresk nýlenda, þekkt sem Ceylon og er staðsett suður af Indlandi. Þetta er eitt af þeim löndum í heiminum sem er með aldagamla sögu staðfesta á skrift, meira en 3.500 ára saga um Sri Lanka er hægt að lesa um í sögubókunum „Mahavamsa“ sem fjallar aðallega um þá konunga sem hafa verið við völd í gegnum tíðnia. Í bókunum er einnig að finna enskar þýðingar frá árinu 1837.

Sri Lanka er því algjör gullnáma fyrir áhugafólk um sögu og er bærinn Anuradhapura sem var höfuðstaður á eyjunni á mismunandi tímabilum frá 900 f.kr til 1100 e.kr áhugaverður staður að heimsækja. Hér er að finna fornminjar bæði hof og klaustur sem eru staðsettar í gamla bænum og er upplagt að leigja „tuk-tuk“ til að fara á milli staða.
Sem ferðamaður á Sri Lanka eru það ekki aðeins fornminjarnar sem hægt er að skoða, á eyjunni eru margar fallegar strendur og svo er Yala National Park með konunglegum villtum dýrum, fílum og sjaldséðum framandi fuglum. Sri Lanka er ferðaparadís sem maður gleymir seint.

Colombo
Colombo

Colombo er stærsta og mikilvægasta borg á Sri Lanka, þetta er borg sem hefur allt ásamt fallegum sandströndum, einhverskonar „Asiu Rio de Janeiro“ Hér er einnig að finna mikilvæga höfn sem hefur haft mikla þýðingu í meira en 2.000 ár fyrir verslun á milli austurs og vesturs.

shade