Flugmiðar og ferðir til Mumbai

Mumbai sem áður hét Bombay er með ca. 19 milljónir íbúa og er því stærsta borg Indlands. Borgin er höfuðstaður fylkisins Maharashtra. Mumbai er miðstöð viðskipta og afþreyingariðnaðarins í Indlandi og þar eru framleiddar kvikmyndir "Bollywood" Hægt er að heimsækja Mumbay allt árið fyrir utan sumarmánuðina júní til september þar sem rigningatímabilið er og því ekki beint spennandi.

Hitastigið er þægilegt og fer yfirleitt ekki niður fyrir 20 gráður og er vetrartíminn bestur ef þú ætlar að skoða þig um í borginni og eru áhugaverðustu staðirnir á suðurhlutanum South Mumbai. T.d. er járnbrautastöðin Chhatrapati Shivaji Terminus áhugavert að skoða og hefur fengið sæti á UNESCO heimsminjalista. Þetta er ekki bara járnbrautastöð heldur falleg bygging og miðpunktur borgarinnar. Þetta er góður staður að byrja ævintýrirð í Munbai á. Einnig er Crawford Markaðurinn sem er þekktasti markaður í suðurhluta Mumbay og svo eru margir spennandi bazarar sem gaman er að skoða.

shade