Suður Asía  >  Indland  >  Góa

Flugmiðar og ferðir til Góa

Goa er hlutaríki í vestur Indlandi og var portúgölsk nýlenda fram til ársins 1961 og er því mest evrópsk af öllum stöðum í Indlandi. Svæðið liggur að Arabíska hafinu og er Goa vinsæll og fallegur ferðamannastaður þar sem Calangute ströndin er hvað vinsælust.
Við ströndina finnur þú mikið af veitingastöðum og sölufólki sem selur alskyns varning. Andrúmsloftið er afslappað, næstum því eins og þú sért staddur á eyju og hér áður fyrr var hér mikið af hippafólki en nú er þessi hluti einn af ríkustu svæðum í Indlandi.
Fallegasta byggingin á svæðinu er fallega hvít dómkirkjan Sé de Santa Catarina sem er staðsett í miðri borginni og er ein af stærstu kirkjum í Asíu og ólík þeim kirkjum sem við þekkjum frá Evrópu, einnig er Bom Jesus basilika áhugaverð að skoða.

shade