Suður Asía  >  Indland  >  Delhi

Flug og flugmiðar til Delhi

Delhi er næststærsta borgarsvæði Indlands og liggur við bakka Yamuna fljótsins í Norður Indlandi en þar hefur verið byggð síðan á 6. öld f.Kr. Á þessu borgarsvæði er einnig að finna höfuðborg landsins New Delhi þar sem eru nýtísku hótel og skrifstofubyggingar og svo hina þéttbýlu Old Delhi þar sem er algjör umferðarkaos, bílflaut, yfirfullar rútur, eldgamlir bílar og vörubílar með allt of mikið hlassi á pallinum og mitt í öllu þessu eru kýrnar sem rölta um og taka hvorki eftir einu né öðru.

Hér fara því algjörlega öll skynfærin á yfirsnúning svo okkar ráð er að nýta tímann vel heima fyrir og kanna borgina, þú verður ánægður með þá ákvörðun þegar þú stendur í miðri fólksmergðinni. En hér er einnig að finna mikið af stórkostlegum byggingum eins og t.d. moskan Jama Masjid, Red Fort, India gate og hina stórkostlega gröf Humajuns og svo eru bazararnir í Old Delhi sem líkjast mest völundarhúsi virkilega gaman að heimsækja.

Nú þegar WOWair byrjar beint flug frá Keflavík til Delhi þá eru þeirra flug einnig bókanleg á Ticket2Travel.is

Þú finnur bestu flugleiðirnar, bestu flugverðin hjá öllum flugfélögum sem flúga til Delhi hér á Ticket2Travel.is

shade