Flug og flugmiðar til Indlands

Segja má að Indland sé heimur út af fyrir sig, landið er annað fjölmennasta land jarðarinnar og er staðsett í Suður Asíu með 7000 km. langa strandlengju við Indlandshaf. Hér finnast stórkostlegar byggingar, saga og menning, litagleði, fjölbreytni, fólksfjöldi, matargerðalist, bílflaut, hávaði, nautgripir og falleg náttúra. Indland er alls 3.200 km frá norðri til suðurs og 2.900 km frá vestri til austurs og er Indland með landamæri að Pakistan, Kína, Mianmar, Banglades, Nepal, Bútan og Afganistan.
Hér upplifir maður einnig ótrúlegar andstæður eins og stórglæsilegar og áhugaverðar byggingar og ríkidæmi yfir í mengun, fólksmergð og fátækt. Staðir eins og Tai Mahal sem er ótrúlega falleg bygging í borginni Agra, Gyllta hofið eða Harmandir Sahib í Amritsar og Rajasthan ævintýraheimur með bæi eins og 1001 nótt og fl. eru allt mikilfenglegir staðir.
Náttúruupplifanir hér eru einnig stórkostlegar, í norðri við landamæri Nepal er stórbrotin fjallakeðja og þekktast er Himalaya. Í suðaustri við Karnataka eru endalaus og gróskumikil skógarsvæði og í Vesturbengal er bæði friðarsvæðið Jaldapara og Sundarbans svæðið sem er heimsins stærsti fen skógur og er hann á heimsminja skrá UNESCO. Hér er einnig að finna hið benganska tigrisdýr.
Indland er með strendur á austur, suður og vestur hlutanum og það eru strendur á heimsmælikvarða, þekktust er ströndin sem liggur við Goa, en prófaðu endilega aðrar strendur eins og t.d. Varkala og Gokarna.
Svo er auðveldlega hægt að líkja Indlandi við kryddblöndur landsins, fullar af andstæðum en þó með sterkar hefðir og í stöðugri þróun. Hvergi er þetta eins sýnilegt og í milljónaborgum landsins þar sem lífið finnur stöðugt nýja farvegi og maður undrast virkilega aðlögunarhæfileika fólks og því hve fólk getur búið þétt saman. Borgirnar í Indlandi iða algjörlega af lífi, en Indland er einnig þekkt fyrir góða og spennandi matarmenningu, mat sem æsir lyktar-, bragð og sjón skynið og það er auðvelt að gleypa við öllum hinum yfirgnæfandi áhrifum í Indlandi.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Indlands.

Bangalore
Bangalore

Bangalore er borg í suðurhluta Indlands og er hún fimmta fjölmennesta borg þar í landi. Bangalore er þekkt sem "Silicon Valley Indalnds" vegna lykilhlutverks síns í upplýsingatækniiðnaði landsinns.

Chennai - Madras
Chennai - Madras

Borgin Chennai sem áður var Madras er 4. stærsta borg Indlands og stærsta borgin á suður Indlandi. Hér er þó nokkuð heitara en í borgunum sem eru norðar í landinu og hér eru margar minjar frá hinu upprunalega Indlandi svo hér er hægt að upplifa ekta austurlanda stemningu...

Delhi
Delhi

Delhi er næststærsta borgarsvæði Indlands og liggur við bakka Yamuna fljótsins í Norður Indlandi en þar hefur verið byggð síðan á 6. öld f.Kr. Á þessu borgarsvæði er einnig að finna höfuðborg landsins New Delhi þar sem eru nýtísku hótel og skrifstofubyggingar og svo hina þéttbýlu Old Delhi..

Goa
Goa

Goa er hlutaríki í vestur Indlandi og var portúgölsk nýlenda fram til ársins 1961 og er því mest evrópsk af öllum stöðum í Indlandi. Svæðið liggur að Arabíska hafinu og er Goa vinsæll og fallegur ferðamannastaður þar sem Calangute ströndin er hvað vinsælust.

Jaipur
Jaipur

Jaipur er höfuðborg Rajasthan sem er stærsta ríki Indlands. Borgin er þægileg blanda af gömlu og nýju með iðandi mannlífi og litríkum fronti (miðborgin í Jaipur er oft kölluð Hin ljósrauða borg Indlands) hér keyra...

Kolkata - Kalkútta - Calcutta
Kolkata - Kalkútta - Calcutta

Kalkútta, einnig þekkt sem Kolkata og Calcutta er höfuðborg Vestur Bangal á austur Indlandi og þar búa um 15 milljónir manns. Þegar bretar voru við stjórn var Kalkutta höfuðborg Indlands og hér finnast margar stórkostlegar byggingar frá nýlendutímabilinu.

Mumbay
Mumbay

Mumbai sem áður hét Bombay er með ca. 19 milljónir íbúa og er því stærsta borg Indlands. Borgin er höfuðstaður fylkisins Maharashtra. Mumbai er miðstöð viðskipta og afþreyingariðnaðarins í Indlandi og þar eru framleiddar kvikmyndir "Bollywood"

Poona - Pune
Poona - Pune

Borgin Phune er 7. stærsta borg Indlands og geymir mikið af áhugaverðum stöðum bæði menningarlegum sem og fallegum stöðum frá náttúrunnar hendi. Í borginni er blómstrandi IT iðnaður og hér finnur þú marga spennandi skóla í háum gæðaflokki ásamt ungum og atorkumiklum íbúum....

shade