Flugmiðar og ferðir til San Juan

San Juan er höfuðborg Puerto Ricos og jafnframt stærsta borgin á eyjunni. Borgin er  staðsett austarlega á norðurhluta eyjunnar og er þekkt sem hin spennandi höfuðborg í Karabíen. Hér er spennandi næturlíf, seiðandi taktar, tilfinnigaþrungnir dansar og hið bragðgóða Bacardi romm. Í janúar á hverju ári er haldin hin árlega San Sebastian hátíð með spennandi tónlist, sýningum  og götueldhúsum. Gamli bærinn Old San Juan er áhugaverðastur í borginni hvað varðar sögu og menningu. Hér finnur þú marga áhugaverða staði og finnur fyrir stemningu frá gömlu San Juan. Hér sérð þú gamlan spánskan nýlendustíl ásamt borgarmúr og virkjum eins og Castillo San Felipe del Morro virkið sem er frá 16. hundruð og er mjög vel varðveitt.

Í borginni er einnig gott strandsvæði og fallegir garðar sérstaklega El Condado þar sem þú finnur fína veitingastaði og hótel við ströndina. Við Isla eru einnig góðar strendur. Suðaustur af borginni er El Yunque National Forest sem geymir fallega fossa, fjallið El Toro, grænar hæðir, mikinn skóg og mikið plöntu- og dýralíf.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugleiðir, flugverð og öll flugfélög sem fjúga stil Suður Ameríku

shade