Flug og flugmiðar til Puerto Rico
Púertó Ríkó er eyja í Karabíska hafinu og er sjálfstjórnarsvæði með sérstakt samband við Bandaríkin. Púertó Ríkó er staðsett austan við Dóminíska Lýðveldið og vestan við Jómfrúaeyjar í norausturhluta Karíbahafsins. Þarna er hitabeltisloftslag og því tiltölulega jafn hiti árið um kring. Landslagið er breytilegt allt frá endalausum strandlengjum yfir í þéttan regnskóg.
Hér er einnig mikið af spennandi möguleikum eins og falleg kóralrifin fyrir utan strendur landsins og fiskar í öllum regnbogans litum. Svo eru margskonar vatnaíþróttir sem hægt er að prófa. Inní landi í þéttum frumskógunum má heyra fallegan fuglasöng og hér er hægt að upplifa fallega og sjaldgæfa fugla. Svo er spennandi að sigla um í kajak þar sem hljóð og lykt yfirfylla skynfærin. Frá fjöllunum er hægt að upplifa stórkostlegt útsýni og ferðast um fallegar gönguleiðir. En í Puerto Rico er einnig hægt að skoða stóra hella og hella samstæður undir jörðinni þar sem farið er með leiðsögumanni um þennan ævintýraheim.
Á Puerto Rico er líka hægt að vera í algjörri afslöppun með suðrænan drykk í hendi undir skugga pálmatrjánna eða fara á heilsustaðinn Coamo þar sem eru heitir hverir og þægilega heitt vatn sem hægt er að liggja í og slaka á. Hvað er meira hægt að telja upp, Puerto Rico er með allt sem hægt er að bjóða uppá og þessa eyju þarf að upplifa.
San Juan
San Juan er höfuðborg Puerto Ricos og jafnframt stærsta borgin á eyjunni. Borgin er staðsett austarlega á norðurhluta eyjunnar og er þekkt sem hin spennandi höfuðborg í Karabíen. Hér er spennandi næturlíf, seiðandi taktar, tilfinnigaþrungnir dansar og hið bragðgóða Bacardi romm...
