Sudur Amerika  >  Perú  >  Lima

Flug og flugmiðar til Líma

Borgin Lima hýsir rúmlega 9 milljón íbúa og er höfuðborg Peru. Hér finnur þú fyrir mjög miklum  andstæðum eins og nýtísku hverfi sem eru með fallegt útsýni yfir hafið og grænan og fallegan golfvöll í miðri borginni yfir í gömul og fátækleg timburhúsahverfi sem eru kölluð Pueblos jóvenes þar sem rykugir vegirnir liggja upp brekkurnar í útjaðri bæjarins.

Í borginni er mikið af grænu svæði og fallegum görðum og borgin getur státað af einu af stærsta gosbrunnssvæði heims og er skíringuna eflaust að finna í að borgin er staðsett við fljótasvæði þar sem fljótin Chillón, Rímac og Lurín renna um. Hjarta Lima  er Plaza Mayor stundum kallað Plaza de Armas og hér er að fina margar frægar og merkar byggingar. Byggingarnar eru allar í sama sandgula litnum sem maður tekur strax eftir.

En matarmenningin hefur þó meiri áhrif en byggingarnar. Íbúar Peru eru sérfræðingar í að töfra fram bragðgóða rétti úr einföldu hráefni og halda á hverju ári í  september stóra og mikla matarhátíð sem innfæddir tala um sem eina af stærstu hátíðum landsins.

shade