Flug og flugmiðar til Perú

Peru er eitt af þeim löndum sem hefur náð að varðveita ævintýralegan sjarma þrátt fyrir ört vaxandi ferðamannastraum, sem gerir ferðalagið til Peru bæði spennandi og ógleymanlegt. Hér finnur þú hinar  einstöku minjar, Machu Picchu sem er áhugaverðasti staður í Peru þar sem menning og saga sameinast stórkostlegri náttúrunni. Machu Picchu er bæði á heimsminjalista UNESCO og á lista yfir 7 undur veraldar.

Að komast til Machu Picchu krefst smá skipulagningar og að þú sért í ágætu líkamlegu formi.

Peru var vagga Inkaveldisins þar til Spánverjar lögðu landið undir sig árið 1532-1536. Síðasti Inkaleiðtoginn, Túpac Amaru dó árið 1572 og árið 1821 varð landið sjálfstætt. Perú er staðsett  í vesturhluta Suður Ameríku og er með landamri að löndunum Ekvador og Kolumbiu í norðri, Brasilíu í austri, Bólivíu í suðaustri og Chile í suðri. Kyrrahafið liggur að vestur ströndum Peru sem og Andesfjöllin en þau skipta landinu í þrjú landfræðileg svæði.
Ströndin í vestri, fjallasvæðið þar sem hæsta fjallið, Huascarán er 6.768 m. og þriðja svæðið er Amazon frumskógurinn sem þekur allt að 60% af svæði landsins. Landslagið í Perú er því bæði stórbrotið og fallegt og hér finnur þú margar spennandi gönguferðir eins og gamla inka-stíginn til Machu Picchu og Cordillera Blanca. Margir ferðast einnig um Amazon frumskóginn sem er frábær og einstök upplifun þar sem skynfærin fá sinn skammt. Að ferðast til Peru er einstakt ævintýri.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Perú

Líma
Líma

Borgin Lima hýsir rúmlega 9 milljón íbúa og er höfuðborg Peru. Hér finnur þú fyrir mjög miklum  andstæðum eins og nýtísku hverfi sem eru með fallegt útsýni yfir hafið og grænan og fallegan golfvöll í miðri borginni yfir í gömul og fátækleg timburhúsahverfi sem eru kölluð Pueblos jóvenes þar sem rykugir vegirnir liggja upp brekkurnar í útjaðri bæjarins

shade