Flugmiðar og ferðir til Tegucigalpa

Tegucigalpa er höfuðborg Honduras og stærsta borg landsins með rúmlega 1,2 milljónir íbúa. Borgin er staðsett í suður hluta landsins í rúmlega 1000 m hæð og er klædd skógi vöxnum hæðum og hér er þægilegt loftslag. Áin Choluteca skiptir borginni í tvo hluta og er miðborgin í austari hlutanum en í hinum hlutanum er meiri fátækt.

Fortíð nýlendutímabilsins skín ígegn á mörgum stöðum í borginni þó svo að byggingarnar frá þessum tíma láta svolítið á sjá en maður finnur vel fyrir andrúmslofti nýlendutímabilsins. Ein af fallegu gömlu byggingunum frá nýlendutímabilinu er Los Dolores kirkjan sem er frá árinu 1735 og er einkennandi fyrir stílinn á þessum tíma alveg mjallahvít. Í borginni eru einnig góð söfn eins og Museo Nacional de Historia y antropología Villa Roy sem er eitt það mikilvægasta á svæðinu og svo er safnið Museo para la Identidad Nacional sem leggur áherslu á sögu og þróun landsins. Garðurinn El Picacho er einnig fallegur með stórkostlegt útsýni sem og gaðurinn Parque Nacional La Tigra sem er virkilega fallegur.

shade