Flugmiðar til San Pedro Sula

San Pedro Sula er staðsett á norvestur hluta Honduras og er næst stærsta borg landsins og mikil iðnaðarborg, hér er einnig að finna aðal flugvöllinn, Ramón Villeda Morales sem er aðeins 11 km frá borginni. Þar sem San Pedro Sula er staðsett í dag var áður fyrr eða fyrir nýlendutímabilið mörg smáþorp með upprunalegum íbúum og hér fannst gull sem gerði það að verkum að það myndaðist blómlegt tímabil í „nýja heiminum“ Í dag er enn hægt að sjá merki góðæris fortíðarinnar meðal annars í dómkirkju borgarinnar sem býr yfir ákveðnum charma.

En í borginni eru því miður ákveðin svæði sem best er að halda sig frá. Áhugaverðustu staðirnir er einnig að finna fyrir utan borgina eins og þjóðgarðinn Parque National Cusuco þar sem risaburknar láta hugann reika í kvikmyndina Jurassic Park. Í þjóðgarðinum er mikið dýra- og plöntulíf og hæsta fjallið á svæðinu er Cerro Jilinco sem er 2.242 m.
Rúmlega 100 km frá San Pedro Sula er bærinn Copán Ruinas og hinar þekktu Maya rústir stutt frá landamærum Guatemala. Svæðið er á heimsminjalista UNESCO.

shade