Flugmiðar til Guatemala City

Guatemala City er höfuðborg og jafnframt stærsta borg Guatemala og er staðsett á suðurhluta landsins. Höfuðborgin er tiltölulega ung og það er frekar auðvelt að rata um borgina sem er skipt niður í 21 svæði og er miðborgin á svæði eitt þar sem aðaltorgið Parque Central er. Við torgið er Palacio Nacional sem er falleg bygging bæði að innan sem utan. Hér er einnig dómkirkjan, Catedral Primada Metropolitana de Santiago sem hefur staðist marga jarðskjálfta.

Á kvöldin og á næturna flyst lífið frá svæði eitt yfir á svæði tíu þar sem þú finnur mörg hótel og spennandi veitingastaði og á Zona Viva er næturlíf borgarinnar með mörgum börum og klúbbum.
Í miðborginni eru einnig góðir möguleikar á að kaupa fallegt handverk og listmuni eins og hin litríku vefuðu teppi og kúta.

shade