Flug og flugmiðar til Gvatemala
Gvatemala er spennandi land sem geymir bæði menningarlegar minjar og einstaklega fallega náttúru. Það er t.d. ógleymanleg upplifun að ferðast um í skóginum og skyndilega að standa frammi fyrir þúsundir ára gömlum og mjög stórum pýramíta. Maya samstaðan, El Mirador er ennþá verið að grafa og fornleyfafræðingar eru enn að finna hluti sem tilheyrðu þessari gömlu menningu í Guatemala. Í „Mayalandi“ sem oft er kallað Petén er einnig mikið að sjá og upplifa fyrir áhugafólk um sögu og hér er mikilvægasta borgin, Flores. 70 km frá Flores er Tikal sem maður verður að sjá með hina stóru pýramíta. Svo er borgin Antigua Guatemala sem er mjög falleg borg og hér upplifir þú m.a. stemninguna frá hinu gamla Guatemala. Höfuðborg landsins er Guatemala City sem hýsir allt að 2,5 milljón manns.
Guatemala er land í Mið Ameríku með landamæri að Mexíkó í norðri, Belís í norðaustri og Honduras og El Salvador í suðaustri. Landið er með strönd bæði að Kyrrahafi og Karíbahafi. Veðrið í landinu er breytilegt, við Kyrrahafið er heitt og sólríkt veðurfar sem er yndilsegt þegar maður ætlar að njóta lífsins á ströndinni en upp til fjalla er mildara veðurfar og á nóttinni getur orðið frekar kalt. Það er mikið úrval af afþreyingamöguleikum og gönguferðuum í Guatemala og er t.d. upplagt að ganga um svæðið við eldfjallið Volcán de Pacaya sem er staðsett aðveg við borgina.
Ticket2Travel.is leitar og ber saman öll flugfélög sem fljúga til Gvatemala
Guatemala
Guatemala City er höfuðborg og jafnframt stærsta borg Guatemala og er staðsett á suðurhluta landsins. Höfuðborgin er tiltölulega ung og það er frekar auðvelt að rata um borgina sem er skipt niður í 21 svæði og er miðborgin á svæði eitt þar sem aðaltorgið Parque Central er...
