Flug og flugmiðar til El Salvador
El Salvador er lítið land staðsett í Mið Ameríku. Í norðvestri er landið með landamæri að Guatemala og í norðaustri liggja landamærin að Honduras. Suður af landinu meðfram hinni rúmlega 300 km löngu strandlengju er Kyrrahafið. El Salvador er þéttbýlasta land í Mið Ameríku með tæplega 7 milljón íbúa.
Í landinu eru tvær stórar fjallakeðjur sem liggja samhliða strandlengjunni frá austri til vesturs og eru sum fjöllin þar virk eldfjöll eins og hin 3 virku eldfjöll í þjóðgarðinum Cerro Verde, einnig er stórkostlegt að upplifa hinn 6 km breiða eldfjallagíg Coatepeque þar sem vatnið er ótrúlega tært og fagurblátt. Hér er líka að finna mikla indíánamenningu og fornleifar frá Mayamenningunni eins og pýramýtana í Tazumai sem hægt er að ganga upp á. Höfuðborgin í landinu er San Salvador og þar er haldið stórt og mikið karneval á hverju ári.
Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Suður Ameríkur og El Salvador
