Flugmiðar og ferðir til Galapagos eyja

Galapagoseyjar er eyjaklasi í Austur Kyrrahafi tæplega 1000 km vestur af ströndum Eucadors.

Eyjarnar samanstanda af 16 stórum eyjum, 10 smáeyjum og mörgum klettaskerjum. Stærsta eyjan er Isla Isabelle en næst stærsta eyjan og þar sem flestir íbúarnir búa er Isla Santa Cruz. Eyjarnar eru frægar fyrir náttúrufegurð og sérstakt dýralíf.

Hér eru frægustu dýrirn risaskjaldbökur sem geta orðið allt að 200 kg að þyngd og verða þær mjög langlífar eða vel yfir 100 ára. Eyjarnar eru einnig þekktar fyrir rannsóknir Charles Darwin sem hann gerði á dýralífi eyjanna árið 1835 og þróunarkenningu hans.

Sem ferðamaður getur þú heimsótt eyjarnar og á mörgum stöðum ferð þú með leiðsögumanni um svæðin sem gerir það að verkum að þú færð betri innsýn í sögu og náttúru eyjanna. Ferð til Galapagoseyjanna er ferð í annan heim og ógleymanleg upplifun sem fáir njóta.

Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum

shade