Flug og flugmiðar til Ekvador

Ecuador er ekki stærsta landið í suður Ameríku, en á tiltölulega litlu svæði finnur þú bæði stórkostlegt útsýni frá Andesfjöllunum, myndræna smábæi frá nýlendutímabilinu, hitabeltis regnskóg og þú getur komist í tæri við hina upprunalegu Kichwamenningu sem er að finna á þessu svæði.

Hér eru litlir smábæir meðfram ströndum Kyrrahafsins sem bjóða uppá afslappaða stemningu og spennandi máltíðir sem eru búnar til úr því hráefni sem finnst í náttúrunn. Í fjöllunum eru aftur á móti önnur þorp sem bjóða uppá litríka vefnaðarvöru sem þú finnur á opnum mörkuðum. Maður upplifir innfædda sem hafa órjúfanleg bönd til móður náttúru sem þeir lifa á og nærast af.

Regnskógurinn gefur þeim bæði mat, náttúruleg lyf og húsaskjól. Þar sem náttúran er heimili fyrir upprunalega íbúa Eucadors þá er hún ævintýri fyrir ferðamenn, því hér finnur þú nýjar upplifanir og endalausa  möguleika.
Það er t.d. spennandi áskorun að ferðast um Andesfjöllin, en maður þarf að  búa sig vel undir ferðina og hér er landslagið bæði eldfjöll og grænar hæðir, fossar og ótrúlegt dýra og plöntulíf. Hér heyrir þú mörg ný hljóð, finnur framandi og frískt háfjallaloftið og sérð áhugavert landslag. Eucador er algjör paradís fyrir útivistarfólk.

Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem flúga til Suður Ameríku og Ekvador.

Galapagos Island
Galapagos Island

Galapagoseyjar er eyjaklasi í Austur Kyrrahafi tæplega 1000 km vestur af ströndum Eucadors. Eyjarnar samanstanda af 16 stórum eyjum, 10 smáeyjum og mörgum klettaskerjum. Stærsta eyjan er Isla Isabelle en næst stærsta eyjan og þar sem flestir íbúarnir búa er Isla Santa Cruz...

shade