Flugmiðar til San Jose
San Jose er höfuðborg Costa Rica þar sem helmingur þjóðarinnar er búsettur. Borgin liggur á Central Valley hásléttunni rúmlega 1.000 m yfir sjávarmáli sem gerir það að verkum að hitastigið er þægilegt á daginn eða um 21-27 gráður og aðeins kaldara á nóttinni. Frá apríl til desember er oft rigning en yfirleitt í formi skúra sem virkar oft frískandi og allt er grænt og gróskumikið á þeim tíma og þjóðgarðarnir ekki stappfullir af ferðamönnum. Í höfuðborginni eru helstu byggingar, hótel, markaðir og verslanir ásamt alþjóðaflugvellinum Juan Santamaria sem er tæplega 20 km frá miðborginni.
Frá höfuðborginni er möguleiki á að fara í skipulagðar ferðir eða á eigin vegum og skoða nærliggjandi eldfjöll, Poas og Irazú og halda síðan áfram framhjá La Paz fossinum sem er staðsettur í frumskóginum c.a. klukkutíma keyrslu frá borginni. Einnig er spennandi að heimsækja og skoða fiðrildabúgarð og kaffibúgarð eða fara í fljótasiglingu, white water rafting og aðrar spennandi ferðir. Gott er að vera búin að panta fyrirfram allavega fyrstu nóttina í borginni.
Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Costa Rica og suður Ameríku
Flugmiðar til San Jose
Svona finnur þú ódýra flugmiða San Jose, Costa Rica. Ticket2Travel.is finnur ódýra flugmiðar til San Jose og berið saman verð og ferðatíma milli allara flugfélaga
