Flug og flugmiðar til Costa Rica
Ef þig dreymir um stórkostlega og fallega náttúru, ótrúlegt dýralíf, ævintýraferðir og hvítar sandstrendur þá er tilvalið að ferðast til Costa Rica. Þetta litla land í Mið Ameríku sem er með landamæri að Panama í suðri og Nicaragua í norðri hefur verið spennandi ferðamöguleiki frá árinu 1980 og eru það sérstaklega þjóðgarðarnir, ævintýraferðirnar og falleg náttúrusvæði sem dregur ferðamenn að landinu. Rúmlega 23% af svæði landsins geymir vel varðveitta náttúru og spennandi plöntu- og dýralíf.
Ef þú ferðast um í regnskógum Costa Rica getur þú verið heppinn að sjá bæði letidýr og vatnasvín yfir í stór og villt kattardýr ásamt ógrynni af litríkum og framandi fuglategundum. Það er mælt með að ferðamenn skoði fuglaparadísina þegar þeir eru í Costa Rica, því það er meiriháttar upplifun sem seint gleymist. Það er best að fara með reyndum leiðsögumanni í ferðirnar og er hægt að panta fuglaskoðunarferðir bæði á hótelum og á upplýsingastöðum.
Sem ferðamaður í Costa Rica er nær öruggt að þú villt nota einhverja daga á fallegum og hvítum ströndum landsins. Mesta strandlífið er á miðhlutanum við Kyrrahafsströndina, en einnig er að finna minni og rólegri strendur sem eru eftirsóknaverðar.
Costa Rica er ævintýra land og hér bíða þín spennandi og framandi upplifanir. Á náttúrusvæðinu La Fortuna í norðurhluta landsins er t.d. ótrúlega mikið úrval af ævintýraferðum og möguleikarnir eru margir. Það er tiltölulega auðvelt að ferðast um og hér eru fín hótel, veitingastaðir og skipulagðar ferðir og eru lifnaðarhættir hér aðeins hærri en í nágrannalöndunum.
Ticket2Travel.is finnur og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum til Costa Rica
San Jose
San Jose er höfuðborg Costa Rica þar sem helmingur þjóðarinnar er búsettur. Borgin liggur á Central Valley hásléttunni rúmlega 1.000 m yfir sjávarmáli sem gerir það að verkum að hitastigið er þægilegt á daginn eða um 21-27 gráður og aðeins kaldara á nóttinni...
