Flug og flugmiðar til Chile

Landið Chile stundum skrifað sem Síle er staðsett í Suður Ameríku og hefur frekar óvenjulega lögun þ.e. landið er mjög langt og mjótt eða 4.300 km. að lengd og að meðaltali 175 km. breitt sem gerir það að verkum að loftsalag þar er mjög fjölbreytt, allt frá þurrustu eyðimörkum í norðri, miðjarðarhafslofstlag fyrir miðju landi yfir til snjóþakktra Andersfjalla í suðri.
Löndin sem liggja að Chile eru Perú í norðri, Bólivía í norðaustri og Argentína í austri.

Höfuðborg landsins er Santiago og opinbert tungumál er spænska. Í norðurhluta höfuðborgarinnar er Cerro San Cristóbal þar sem hægt er að fara upp með kláfi og njóta stórkostlegs útsýnis yfir borgina, hér er einnig hin 22 m háa stytta af Jómfrú Maríu. Chile er einnig þekkt fyrir ódýr en góð vín og því er upplagt að fara í vínsmökkun meðan þú dvelur í landinu og svo er ógleymanlegt að fara í skipulagða ferð um eyðimörkina Atacama Desert sem er í norðurhluta landsins.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Chile, Síle

Santiago De Chile
Santiago De Chile

Santiago er höfuðborg Chile og er staðsett miðsvæðis í landinu í stærsta dal landsins, umvafin Andesfjöllunum í austri, Chile Coastal Range í vestri og í norðri eru Cordón de Chacabuco sem er fjallakeðja frá Andesfjöllum.

shade