Flug og flugmiðar til Sao Paulo

Sao Paulo er stærsta borg landsins með iðandi mannlífi, háhýsum og öllu því sem fylgir stórborgum og er frekar erfitt að rata um borgina. En hér finnast spennandi upplifanir eins og Vila Madalena sem er litríkt hverfi í Boheme stíl með mikið af börum, galleríum og verslunum sem bjóða uppá ýmsa listmuni.

Í borginni eru einnig spennandi söfn eins og Weathervane Cultural Science Museum sem er m.a. spennandi fyrir börn. Safnið Pinacoteca do Estado sem býður uppá flottar listsýningar, Museu do Ipiranga safnið segir frá sögu og menningu Brasilíu og svo er safn um fótboltasögu landsins, Museu do Futebol.

Centro svæðið er einnig spennandi þar sem allt iðar af lífi, þar er m.a. markaðshöllin Mercado Municipal og á 1. hæðinni er mikið úrval af veitingastöðum. Í Centro finnur þú einnig Pátio do Colégio kirkjuna og hina fallegu Catedral da Sé sem er stærsta kirkja Brasilíu.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð ásamt flugleiðum hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Sao Paulo

shade