Flug og flugmiðar til Rio De Janeiro

Þegar maður hugsar um Rio de Janeiro þá eru oft fyrstu myndirnar sem koma upp í hugann myndir af Samba og karnevalinu í Rio, fótbolta, krist styttunni á Corcovado fjallinu sem er 30 m há og sést allstaðar í borginni og hin heimsfræga strönd Copacabana.

Rio de Janeiro er önnur stærsta borgin í Brasilíu og er staðsett í suðaustur hluta landsins, borgin var höfuðborg landsins frá árunum 1763 – 1960. Hér er lífsglatt og afslappað andrúmsloft innanum  stórkostlega náttúrufegurð.

Áhugaverðir og spennandi staðir í Rio de Janeiro
Fallegar strendur m.a. hin heimsfræga Copacabana strönd og einnig ströndin Ipanema sem er vinsælust. Í kringum strendurnar er mikið næturlíf sem og í miðborginni í kringum Lapa.

Corcovado fjallið þar sem kristus styttan stendur á 8 m háum sökkli og er 30 m há. Héðan er frábært útsýni yfir borgina.
Karnevalið í Rio er ógleymanlegt og frábær upplifun sem varir í 5 daga með litagleði og fjaðrabúnaði.
Sugarloaf fjallið sem er 400 m hátt og býður uppá frábært útsýni yfir borgina, fjörðinn og höfnina þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir með öllum flugfélögum sem flúga til Río

 

shade