Flug og flugmiðar til Brasilíu

Brasilía er stærsta og fjölmennasta land Suður Ameríku og geymir einstaka náttúru fegurð og áhugaverða staði. Landið er heimsþekkt fyrir fótbolta, karneval, stóra og mikla frumskóga, einstaka menningu, fallegar paradísarstrendur, lífsgleði og iðandi stórborgir.

Amazon svæðið í Brasilíu hýsir meira en helminginn af öllum regnskógum heims og er rúmlega 60 % af regnskóginum staðsettur í norður hluta Brasilíu. Hér eru c.a 2,5 milljónir skordýra, meira en 40.000 tegundir af plöntum og meira en 2.000 tegundir af fiskum, fuglum og spendýrum. Það segir svolítið um ótrúlegt ríkidæmi náttúrunnar að einn af hverjum fimm fuglum í heiminum búa í Amazon frumskóginum. Í Brasiíu  eru einnig stórkostlegir fossar eins og t.d. Iguacu fossarnir og langt inni í Amazon frumskóginum er hæsti foss landsins, Cachoeira do Araca.

Á hverju ári er hið árlega og heimsþekkta karnival haldið þar sem gleði og hátíð, tónlist og sambataktur og litagleði og skrautfjaðrir setja allt ævintýralegan svip á borgina.
Brasilía er 5 stærsta land í heimi og skiptist í fjölmörg fylki. Stærsta borg Brasilíu er Sao Paulo en frægasta borgin er Rio de Janeiro, báðar þessar borgir eru vinsælir ferðamannastaðir en það er einnig spennandi að heimsækja borgirnar Gramado, Salvador, Floriannoplis og Belo Horizonte. Höfuðborg Brasilíu heitir einfaldlega Brasilía og varð höfuðborg landsins árið 1960.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Brasilíu

Rio de Janeiro
Rio de Janeiro

Þegar maður hugsar um Rio de Janeiro þá eru oft fyrstu myndirnar sem koma upp í hugann myndir af Samba og karnevalinu í Rio, fótbolta, krist styttunni á Corcovado fjallinu sem er 30 m há og sést allstaðar í borginni og hin heimsfræga strönd Copacabana...

Sao Paulo
Sao Paulo

Sao Paulo er stærsta borg landsins með iðandi mannlífi, háhýsum og öllu því sem fylgir stórborgum og er frekar erfitt að rata um borgina. En hér finnast spennandi upplifanir eins og Vila Madalena sem er litríkt hverfi í Boheme stíl með mikið af börum, galleríum og verslunum sem bjóða uppá ýmsa listmuni...

shade