Flug og flugmiðar til Cordoba

Borgin Córdoba er staðsett miðsvæðis í Argentínu tæplega 700 km norðvestur af höfuðborginni Buenos Aires. Borgin er önnur stærsta borg Argentínu og er bæði söguleg og falleg og var mikilvægasta borg Argentínu hér áður fyrr. Cordoba er í hjarta Pampas svæðisins sem er umvafið gróskumiklum sléttum en borgin sjálf liggur inní dal sem er umvafinn þremur fjallakeðjum.

Í borginni eru margar sögulegar byggingar frá nýlendutímabili Spánverja, þekktasta byggingin er án efa Jusuit Block Estancias af Córdoba sem kom á heimsminjalista UNESCO árið 2000. Elstu byggingarnar er að finna íkringum Plaza San Martín og svo er svæðið suður af miðborginni, Nuevo Cordoba sem er mjög þægilegt og spennandi að rölta um. Cordoba er einnig mikil háskólaborg og er m.a. þekkt fyrir elsta háskóla landsins sem er staðsettur í borginni.

Veðurfarið í Cordoba er svipað og á öðrum stöðum í Argentínu, þægilegt allt árið með heita og sólríka  daga. Á nóttunni er þó mun kaldara og á tímabilinu nóvember til mars þá getur loftrakinn oft verið frekar hár.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem flúga til Cordoba

shade