Flug og flugmiðar til Buenos Aires
Buenos Aires er spennandi og falleg höfuðborg Argentínu sem býður uppá fullkomið Latínamerískt ævintýri. Á spönsku þýðir nafnið á borginni „góðir vindar“ eða „gott loft“ og áhugi ferðamanna á að anda að sér öllu því sem borgin hefur uppá að bjóða er mikill. Í borginni er mikið og lifandi menningarlíf og þetta er góður áfangastaður til að nota sem uppphafspunkt fyrir ferðir til annara spennandi svæða í landinu.
Borgin er stærsta borg landsins og er staðsett á suðurbakka Rio de la Plata, hér eru mikil áhrif frá evrópskri menningu og er borgin stundum kölluð „París Suður Ameríku“
Það eru bæði mörg og mismunandi hverfi sem hægt er að skoða í Buenos Aires. Eitt af þeim og hið vinsælasta er La Boca sem er þekkt fyrir litríkan arkitektúr og spennandi og orkumikið samfélag. Svo er hippe hverfið Palermo einnig mjög vinsælt sérstaklega ef þú ætlar að finna spennandi bari eða veitingastaði. Á Microcentro svæðinu er síðan hægt að grenslast fyrir um sögu Argentínu á Avenida de Mayo.
En til þess að ferðin í höfuðborgina sé fullkomin þarf maður að upplifa hinn seiðandi tangódans. Best er að upplifa tangódansinn í „Milonga“ sem er bæði nafn á stöðum þar sem dansað er og einnig nafnið á ákveðnu tangói. Danssýningarnar byrja oftast seinnipart dags og í „Milonga“ er einnig möguleiki á að dansa með.
Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Argentínu og Buenos Aires.
