Flugmiðar til Argentínu

Tangódans, safaríkt nautakjöt, stórbrotin náttúra, ævintýri og nýtísku stórborgarlíf eru aðeins nokkrir hlutir sem okkur dettur í hug þegar talað er um Argentínu. Landfræðilega séð þá eru fá lönd í heiminum sem bjóða uppá eins mikla fjölbreytni og Argentína sem er næst stærsta land Suður-Ameríku og 8. stærsta land í heimi. Argentína liggur að Bolívíu, Brasilíu og Paraguay í norðri, alveg niður að syðsta hluta Suður Ameríku, í vestri liggur Andesfjallgarðurinn og Chile að Argentínu og í austri er Atlandshafið.

Sem dæmi um ótrúlegan fjölbreytileika landsins þá er bæði hæsta fjall Suður Amerkíku; Cerro Aconcagua sem er 6.962 m yfir sjávarmáli og lægsti staður, vatnið Laguna del Carbon sem er 105 m undir sjávarmáli staðir sem er að finna í landinu. Hér er einnig að finna hinar stóru og flötu sléttur, Pampas þar sem jarðvegurinn er frjósamur og nautgripir landsins halda til, en Argentína er einn af stærstu framleiðendum nautakjöts í heiminum í dag. Í norðri við landamæri Argentínu og Brasilíu eru svo Igazúfossarnir sem eru á minjalista UNESCO og eru mikið heimsóttir af ferðamönnum, svæðið í kringum fossana er algjör náttúruperla. Íbúar landsins eru mest innflytjendur sem margir hverjir eiga evrópska forfeður, opinbert tungumál er spænska og menningin er m.a. lituð af seiðandi tangódansi. Höfuðborgin í Argentínu er Búenos Aíres sem er mikil heimsborg.

Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Argentínu

Buenos Aires
Buenos Aires

Buenos Aires er spennandi og falleg höfuðborg Argentínu sem býður uppá fullkomið Latínamerískt ævintýri. Á spönsku þýðir nafnið á borginni „góðir vindar“ eða „gott loft“ og áhugi ferðamanna á að anda að sér öllu því sem borgin hefur uppá að bjóða er mikill..

Cordoba
Cordoba

Borgin Córdoba er staðsett miðsvæðis í Argentínu tæplega 700 km norðvestur af höfuðborginni Buenos Aires. Borgin er önnur stærsta borg Argentínu og er bæði söguleg og falleg og var mikilvægasta borg Argentínu hér áður fyrr. Cordoba er í hjarta Pampas svæðisins sem er umvafið gróskumiklum sléttum..

Mendoza
Mendoza

Borgin Mendoza er staðsett í vestur hluta Argentínu mitt í eyðimörkinni en með tilkomu vatnakerfis  sem var sett upp í borginni gerir það að verkum að hér eru framleidd ein bestu vín landsins. Vegna vatnakerfisins er borgin græn og gróskumikil svo það eru ekki aðeins vínberjaplönturnar heldur einnig íbúar og ferðamenn landsins..

shade