Flug og flugmiðar til Suður Ameríku
Suður Ameríka er algjör draumastaður fyrir einstaklinga með ævintýraþrá. Hérna eru m.a. Amazonas regnskógurinn, Andesfjöllin, eyjar eins og Galapagos eyjarnar, Páska eyjarnar og Fernando de Naronha, fallegar draumastrendur eins og t.d. í norðaustur hluta Brasilíu, eyðimerkur eins og Atacama og heimsins hæsti foss Angel Falls í Venezuela sem er 979 m hár ásamt mörgum öðrum spennandi og áhugaverður náttúru upplifunum. Hér upplifir þú einnig heimsborgir eins og Rio de Janeiro sem er heimsþekkt fyrir frábært landslag, afslappaða strandamenningu og hið árlega karneval, Tangó dansborgina Buenos Aires og Santiago með ógrynni af veitingastöðum, söfnum, leikhúsum og annari afþreyingu. Þessar borgir eru innanum stórkostlegar minjar frá ævagömlum þjóðflokkum eins og t.d. Machu Picchu sem er staðsett hátt í Andesfjöllum og svo eru aðrar spennandi Inka borgir ásamt hinum dularfullu Páska eyjum.
Menningarlega séð þá spannar Suður Ameríka allt frá afríkönskum áhrifum í borgum eins og Salvador, Rio og Montevideo, yfir í mismunandi menningu indíána og austurasískra áhrifa frá japanska minnihlutahópnum í Sao Paolo. Í Suður Ameríku eru því merkilegar menningar upplifanir af ýmsum toga sem bíða eftir ævintýragjörnum ferðamönnum.
Erum að vinna að þessum ferðasíðum en þangað til að þær verða tilbúnar er alltaf hægt að kaupa ódýra flugmiða á Ticket2Travel.is til allra landa í Suður Ameríku. Við byrjum á að setja upp lönfin og síðan koma borgirnar í viðkomandi löndum.
Argentina
Tangódans, safaríkt nautakjöt, stórbrotin náttúra, ævintýri og nýtísku stórborgarlíf. Finnið flug til Buenos Aires á Ticket2Travel.is. Landfræðilega séð þá eru fá lönd í heiminum sem bjóða uppá eins mikla fjölbreytni og Argentína sem er...
Belize
Belís er lítið land á austruströnd Mið Ameríku við Karíbahaf. Nafn landsins og fyrri höfuðborgar er drefið af Belísá. Belís er fyrrum nýlenda Breta.
Bolivia
Bólivía á ekki land að sjó en er með landamæri að Brasilíu í norðri og austri, Pargvæ og Argentínu í suðri og Síle og Perú í vetri. Landið var hluti af veldi Inka þar til Spánverjar lögðu það undir sig 1525 Höfuðborgin heitir La Paz
Brasilía
Brasilía er stærst og fjölmennasta land Suður Ameríku, strandlína Brasilíu er 7367 km löng. Brasilía var portúgölsk nýlenda frá 1500 en síðan 1822 hefur landið verið sjálfstætt. Höfuðborg Brasilíu er Sao Paulo en Rio de Janeiro sú frægasta.
Cayman Islands
Caymaneyjar eru þrjár eyjar í Vestur Karíbahafi á milli Kúbu og Jamaíku, efnahagur eyjanna bygggir að langmestu leyti á ferðaþjónustu.
Chile - Síle
Chile stundum skrifað sem Síle er í Suður Ameríku landið er 4.300 km. langt og að meðaltali 175 km. breitt þannig að loftsalag þar er mjög fjölbreytt frá þurrustu eyðimörkum í norðri, miðjarðarhafslofstlag í miðu og snóþakktra Andersfjalla í suðri.Höfuðborgin heitir Santiago De Chile
Colombia
Kólumbía er land í norðvesturhluta Suður Ameríku með landamæri að Venesúela og Bfrailíu í Austri, Ekvador og Perú í suðri og Panama í norðvestri. Landið á strönd að Karíbahafi í norðir og Kyrrahafinu í vestri.
Costa Rica
Kosta Ríka eða Kostaríka er land í Mið Ameríku.Kosta Ríka er eitt fárra landa í heiminum með engan her. Landið er stundum kallað Sviss Mið Ameríku. Fyrsti Evrópubúinn sem kom til landsins var Kristófer Kólumbus árið 1502
Ecuador
Ekvador er í norvesturhluta Suður Ameríku á miðbaug, með landamæri að Kólumbíu í norðri, Perú í suðri og austri og strönd að kyrrahafi í vestri. Til Ekvador heyra Glapagoseyjar, sem eru um 965 km. frá ströndinni.
El Salvador
El Salvador er í Mið Ameríku og á landamæri að Gvatemala í norðvetir og Hondúras í Norðaustri og strönd að Kyrrahavi í suðri. Íbúar eru tæpar 7 milljónir. Hægt er að kaupa flugmiða hér á Ticket2Travel.is til El Salvador
Falkland Islands
Falklandseyjar er eyjaklasi út af Suður Ameríku um 500 km. undan straöndum Argentínu. Eyjarnar eru undir stjórn Bretlands en Argentína hefur einnig gert tilkall til þeirra.
French Guiana
Franska Gínea er franskt yfirráðasvæði á norðausturströnd Suður Ameríku með landamæri að Brasilíu í suðri og austri en í vestri að Súrinam en ströndin er í norðri að Atlantshafi.
Guatemala
Gvatemala er spennandi land sem geymir bæði menningarlegar minjar og einstaklega fallega náttúru. Það er t.d. ógleymanleg upplifun að ferðast um í skóginum og skyndilega að standa frammi fyrir þúsundir ára gömlum og mjög stórum pýramíta...
Guyana
Guyana eða fyrr Breska Gvæjana er í Suður Ameríku emð landamæri að Venesúela í vestri, Súrínam í Austri, Brasilíu í suðri og strandlengju við Atlantshavið í norðri.
Honduras
Hondúras er í Mið Ameríku, Hondúras er fjalllent með láglendisræmur við strendurnar, Hondúras er eitt þeirra landa í heiminum þar sem líffræðileg fjölbreytni er hvað mest. það búa um 8 milljónir íbúa.
Nicaragua
Níkaragva eða Nikaragúa er í Mið Ameríku með landamæri að Hondúras í Norðri og Kost Ríka í suðri. Landið á strönd að Kyrrahafi í austri og Karíbahafi í vestri. Spánverjar tóku yfir Níkaragva á 16 öld en landið varð sjálfstætt ríki 1821.
Panama
Panama er syðsta landið í Mið Ameríku. Landið er mjótt og tengir saman Norður og Suður Ameríku. það á landamæri að Kosta Ríka í vestri og Kólumbíu í Austri. Skipaskurður yfir Panamaeiðið, Panamaskurðurinn hefur verið mikil áhrifavaldur í sögu landsins.
Paraguay
Paraguay eða Paragvæ á ekki land að sjó og er inní miðri Suður Ameríku. Landið á landamæri að Argentínu í suðri og suðvestri, Brasilíu í norðaustri og Bólivíu í norðvestri. Nafn landsinns er dregið af Paragvuay fljótinu sem rennur í gegnum mitt landið frá norðri til suður.
Peru
Perú vagga Inkaveldisins þar til Spánverjar lögðu undir sig landið 1532 - 1536 En síðasti Inkaleiðtoginn Túpac Amaru dó 1572 Landið fékk sjálfstæði 1821. Perú er í vestuhluta Suður Ameríku með strönd að Kyrrahafinu. Landamæri Perú liggja að Ekvador, Kólumbíu, Brasilíu, Bólivíu og Chile.
Puerto Rico
Púertó Ríkó er sjálfstjórnarsvæði með sérstakt samband við Bandaríkin. Púertó Ríkó er staðsett austa við Dóminíska Lýðveldið og vestan við Jómfrúaeyjar í norausturhluta Karíbahafs. Þarna er hitabeltisloftslag og því tiltölulega jafn hiti árið um kring.
Suriname
Súrínam er land á norðausturströnd Suður Ameríku. Landið hlaut sjálfstæði eftir að hafa verið nýlenda Hollendinga 25. nóvember 1975. Súrínam er minnsta ríki Suður Ameríku sem er fullvalda. Íbúar eru rúmlega hálf milljón og búa flestir á norðurstönd landsins, höfuðborgin heitir Paramaríbó
Uruguay
Uruguay er í Suður Ameríku með landamæri að Argentínu og Brasilíu og strönd að suður Atlantshafinu. Höfuðborg landsinns heitir Montevídeó og það búa tæplega 60 milljónir í landinu, opinbera tungumálið er spænska
Venezuela
Venezuela er í norðurhluta Suður Ameríku með strönd að Karíbahafi og Atlantshafi. Venesúela er með landamæri að Brasilíu, Kólumbíu og Guyana. Höfuðborginn heitir Karakas og opinbert tungumál er spænska, það búa tæplega 30 milljóir íbúa í landinu.
