Flug og flugmiðar til Virginíu

Á austurströnd Bandaríkjanna er fylkið Virginia þar sem höfuðborgin er Richmond en stærsta borgin er Virginia Beach. Fylkið er einng þekkt sem „móðir forsetanna“ þar sem fleiri bandarískir forsetar koma frá þessu fylki miðað við önnur fylki. Virginia fylki var stofnað árið 1788 og er einnig þekkt fyrir tóbaks framleiðslu sína.  Fylkið er með landamæri að West Virginia, Maryland og District of Columbia í norðri, Chesapeake Bay og Atlandshafið í austri, North Carolina og Tennessee í suðri og Kentucky og West Virginia í vestri. Í Virginiu er fallegur þjóðgarður, Shenandoah National Park sem og aðrir garðar eins og Colonial National Historical Park og Fredericksburg and Sporsylvania National Military Park. Svo er fræðandi og áhrifaríkt að heimsækja fæðingastað Booker T. Washington og kirkjugarðinn Arlington National Cemetery.

Richmond - Virginía
Richmond - Virginía

Richmond er höfuðborg Virginíu fylkis og spennandi borg að heimsækja. 17th Street Farmers´Market er einn af elstu mörkuðum í Bandaríkjunum sem er spennandi að heimsækja sem og safnið Edgar Allan Poe Museum sem var opnað í gömlu steinhúsi árið 1922...

shade