Flug og flugmiðar til Wisconsin
Fylkið Wisconsin er staðsett í norður hluta Bandaríkjanna og liggur að Michigan og Lake Superior í norðri, Lake Michigan í austri, Illinois í suðri og Iowa og Minnesota í vestri. Nafnið Wisconsin er talið koma frá orði ojibwa índíána og er höfuðborg fylkisins borgin Madison. Wisconsin hefur uppá mikið að bjóða fyrir gesti sína allt frá fallegri náttúru til sögulegra staða.
Hér er House on the Rock ofarlega á lista yfir vinsæla staði og er herbergið „infinity room“ sem skagar 66 metra út frá klettaveggnum og státar af 3000 gluggun áhugavert og spennandi að upplifa. Það eru einnig margir fallegir garðar sem hægt er að njóta og rölta um eins og Chequamegon-Nicolet National Forest sem er með þeim fallegri í fylkinu.
Ticket2Travel.is leitar, finnur og ber saman flugverð með öllum flugfélögum sem fljúga til Bandaríkjanna.
Madison
Madison er höfuðborg Wisconsin fylkis og er staðsett í suðurhluta fylkisins. Borgin er stundum kölluð The City of Four Lakes þar sem hún er staðsett nálægt 4 vötnum..
