Ferðir og flugmiðar til Seattle

Seattle er stærsta borg Washingtonfylkis sem er staðsett á norðvesturhorni Bandaríkjanna, íbúatal á svæðinu er tæplega 4 miljónir og borgin iðar af lífi og viðskiptum og stórbrotin náttúran er allt í kring. Há og tignarleg fjöll með spennandi möguleikum til útivistar, vötn, firðir og áhugaverðar eyjar sem hægt er að sigla til. Borgin er þekkt fyrir höfuðstöðvar nokkurra stórfyrirtækja eins og Microsoft, Boeing og Starbucks en fyrsti Starbucks  kaffibar var í Pike Place Market í Seattle árið 1971. En helsta kennileiti borgarinnar er Space Needle og þaðan er frábært útsýni yfir borgina og ef gott er veður gnæfir Mountain Rainier í suðaustri og Olympic Mountains í vestri. Það er einnig stutt að fara norðureftir í bíl frá Seattle til Vancouver í Kanada eða keyra suðureftir til Portland í Oregon.

Áhugaverðir staðir.

Space Needle er eitt þekktasta tákn Seattle og er flottur útsýnisstaður sem rís 185 m uppí loft. Efst uppi er flottur veitingastaður, Sky City þar sem gott er að fá sér að borða og njóta útsýnisins á meðan.

Seattle Art Museum, flott safn með mörg þúsund verkum, hér er bæði asísk list og höggmyndagarðurinn Olympic Sculpture Park.

Future of Flight Aviation Center eða Boeing safnið er stórkostlegt að skoða og hér færð þú góða  innsýn í heim og framleiðslu flugvéla og þota.

Woodland Park Zoo er mjög flottur dýragarður þar sem eru yfir 300 dýrategundir og einnig mikið af trjágróðri og plöntum.

Kubota Garden er einn fallegasti garður Seattle og hér er yndislegt að slaka á innaum lækjanið, fuglasöng og fágætar og fallegar plöntur og tré frá Japan.

Ef þú ætlar að fljúga til Seattle þá er hægt að velja um flugfélögin KLM, Icelandair og Delta Airlines. 

shade