Ferðir og flugmiðar til Washington
Af hinum 48 fylkjum Bandaríkjanna liggur Washington fylki norðvestast af þeim öllum. Fyrir norðan Washington eru landamærin til Canada og Britisk Columbia og svo liggur Idaho til austurs og Oregon liggur suður af Washington fylki. Seattle er stærsta borgin í fylkinu. Fjallakeðjan Cascades skiptir fylkinu í tvennt frá norðri til suðurs og í fjallakeðjunni er að finna mörg eldfjöll eins og Mount Baker og Mount St. Helens. Vestur af fjallakeðjunni er frekar milt loftslag þar sem lítil rigning er á sumrin en á veturna rignir frekar mikið, austur af Cascades er frekar þurrt loftslag með mikilli flatneskju.
Seattle
Seattle er stærsta borg Washingtonfylkis sem er staðsett á norðvesturhorni Bandaríkjanna, íbúatal á svæðinu er tæplega 4 miljónir og borgin iðar af lífi og viðskiptum og stórbrotin náttúran er allt í kring. Há og tignarleg fjöll með spennandi möguleikum til útivistar, vötn, firðir og áhugaverðar eyjar
