Flugmiðar og ferðir til Salt Lake City

Borgin Salt Lake City var stofnuð árið 1847 af mormóna leiðtoganum Brigham Young og var borgin meðal þeirra borga sem stækkuðu mjög hratt á þessum tíma. Borgin er staðsett á hásléttu ca. 1.500 m yfir sjávarmáli og í kringum borgina eru hin stórkostlegu Wasatch fjöll sem eru hluti af fjöllunum Rocky Mountains. Í vestri eru saltvötnin sem eru meira til að upplifa en að njóta og austur af borginni eru meiriháttar skíðasvæði í hinum stóru og miklu fjöllum.

Það er því margt spennandi hægt að sjá og upplifa í Salt Lake City eins og t.d:
Tepmle Squara - sem er mest heimsótti staður í borginni
Church Office Building – þar sem útsýnið frá 26. hæð er algjörlega frábært
State Capitol Building - þar sem fylkisstjórnin er til húsa í hinni stórkostlegu hringlaga byggingu úr  marmara og granít
City Creek - staðurinn þar sem hægt er að versla og velja á milli 150 spennandi verslana
Desert Village – Þegar leiðtoginn Brigham Young stóð á fjallstoppi í norðausturhluta dalsins í Salt Lake City ákvað hann að það væri hér sem mormónarnir mundu setjast að. Í dag er þar safn sem hægt er að skoða og  fá innsýn í líf frumkvöðlafólksins á þessum tíma.
Park City – Er lítill fjallabær sem er staðsettur í ½ tíma keyrslu frá miðbænum. Hér er hugguleg stemning og frábær skíðatækifæri og var svigskíðakeppni vetrar OL 2002 haldin hér.

 

 

shade