Flug og Flugmiðar til Utah
Utah er eitt af fámennustu fylkjum Bandaríkjanna en þrátt fyrir það þá liggur milljónaborgin Salt Lake City í norðurhluta fylkisins. Fylkin Idaho og Wyoming liggja norður við Utah, fylkið Colorada er í austri, Arizona í suðri og Nevada fylki í vestri. Nafnið Utah er komið af máli indíána og þýðir fólkið í fjöllunum.
Í fylkinu Utah er einnig að finna elsta íslenska samfélagið í Bandaríkjunum og er það staðsett í borginni Spanish Fork. Það var á árunum 1856-1862 að 16 íslenskir mormónar fluttu til Spanish Fork. Í hópnum var fólk frá Vestmannaeyjum sem stofnuðu síðan fyrsta íslenska samfélagið í Ameríku. Árið 2005 endurvígði forseti Íslands minnisvarðann um landnám Íslendinga í Spanich Fork.
Þjóðgarðurinn Zion er staðsettur suðvestur af Utah og hingað koma um 3 miljón manns á hverju ári. Þjógarðurinn er þekktur fyrir mikið og fjölbreitt dýralíf og hér eru um 300 mismunandi fuglategundir, 75 tegundir af spendýrum og þaraf eru 19 tegundir af leðurblökum og hér finnast um 32 tegundir af skriðdýrum. Hægt er að gista í garðinum annaðhvort á Zion Lodge eða í bænum Springdale sem liggur að Zion. Það er einnig frá Springdale sem hægt er að fara með lítilli rútu á milli staða í garðinum.
Við mælum með að þú sjáir og upplifir m.a.:
Zion Canyon Scenic Drive: Aðalgatan i Zion fer um Zion Canyon frá suðri til norðurs. Zion Canion er 24 km langt og fjöllin í kring skaga 800 m upp frá báðum hliðum. Sjálfur vegurinn er þó aðeins 10 km langur og endar við Temple of Sinawava.
The Narrows: The Narrows byrjar við hofið Temple of Sinawava, það er göngustígur sem fer meðfram ánni, Virgin River og einnig að hluta til í ánni sem er grunn og köld og því virkilega hressandi á heitum sumardögum að fá fæturna í ánna. Verið með góða gönguskó, því þó byrjunin sé ekki erfið þá verður göngufærið erfiðara því lengra sem þið farið upp með ánni, þið getið endað við The Subway, sem líkist járnbrautarteinum sem eru skapaðir af náttúrunnar hendi.
Angel´s Landing: Þekktasta gönguleiðin í Zion þjóðgarðinum frá árinu 1926 er Angel´s Landing. Það er ekki gott ef maður er lofthræddur að fara í þessa göngu því á sumum stöðum er maður mjög nærri kantinum.
Bryce Canyon: Stutt frá Zion þjóðgarðinum er Bryce Canyon sem er vinsælasti staðurinn meðal ferðamanna og ekkert skrítið því aðra eins náttúru finnur þú ekki á öðrum stöðum í USA. Hér eru himinháar klettamyndir í ótrúlegum litabrigðum frá rauðu og koparlituðu yfir í ljosbrúnt og öll litasamsetning þar á milli. Það er upplagt að gista í litlum bæ Ruby´s Inn sem er staðsett norður af inngangi í þjóðgarðinn. Það er síðan aðeins nokkrar mínútna keyrsla frá gistináttasvæðinu að þjóðgarðinum. En einnig er hægt að gista í bænum Panguitch sem er aðeins í 172 tíma keyrslu frá þjóðgarðinum.
Sunset Point og Sunrise Point: Frá þessum tveimur stöðum er hægt að sjá og upplifa ótrúlega fallega sólarupprás og sólarlag og þá litast þessar ótrúlegu klettamyndir í gylltum litum sem gefur Bryce Canyon þjóðgarðinum þetta þægilega andrúmsloft. Frá Sunset Point er einnig útsýni að einu af „vörumerkjum“ þjóðgarðsins, Þórs Hamar.
Scenic Drive: Scenic Drive er eini malbikaði vegurinn í þjóðgarðinum og liggur frá norðri til suðurs. Meðfram veginum sérð þú alla helstu staði þjóðgarðsins, fyrir utan Sunset Point og Sunrise Point þá er einnig Natural Bridge og Rainbow Point ásamt mörgum öðrum stöðum.
Salt Lake City
Borgin Salt Lake City var stofnuð árið 1847 af mormóna leiðtoganum Brigham Young og var borgin meðal þeirra borga sem stækkuðu mjög hratt á þessum tíma. Borgin er staðsett á hásléttu ca. 1.500 m yfir sjávarmáli og í kringum borgina eru hin stórkostlegu Wasatch fjöll
