Flug og flugmiðar til Houston

Houston er stærsta borg í Texas og fjórða stærsta borg í USA með mikið af söfnum, tónlistar og listaviðburðum, góðum mat, afslappað andrúmsloft og vinalegheit sem maður finnur yfirleitt ekki í stórborgum. Houston eru aðalstöðvar Texas og eitt af heimsins mikilvægustu svæðum hvað varðar líftækni og heilbrigðisþekkingu, í borginni eru einnig mikið af alþjóðafyrirtækjum og hér er líka ein af heimsins stærstu höfnum.

Houston er áhugaverð og vel efnuð borg sem kemur ferðamönnum til góða. Hér eu mörg söfn, gallerí, leikhús og aðrir menningarlegir staðir og hægt er að segja að íbúarnir séu miklir heimsborgarar. En borgin býður einnig uppá stemningu „villta vestursins“ svo næturlífið svíkur engann með sinn sérstaka suðurríkjacharma. En maður heimsækir ekki Texas án þess að smakka á ekta barbecue, þar sem nautakjötið bragðast algjörlega himneskt og kartöflusallatið verður að fylgja með og maður verður saddur! Mikið af veitingastöðum sem og næturlífið er staðsett í Houstons Theater District. Hér er einnig hægt að upplifa Bayou Music Center þar sem reglulega eru haldnir flottir tónleikar og möguleikar á veslun eru endalausir í Galleria sem er eitt af stærstu innkaupamiðstöðvum í USA.

Stærsta aðdráttarafl í Houston er Space Center Houston sem er spennandi og mikil upplifun fyrir alla fjölskylduna, einnig er huggulegt að heimsækja eyjuna Galveston Island sem er í um klukkutíma keyrslu frá Houston.

Ticket2Travel.is leitar, ber saman öll flugfélög og finnur lág flugverð frá öllum flugfélögum sem fjúga til Houston 

shade