Lág flugverð til Dallas

Borgin Dallas í Texas er alveg einstök borg, hvar annars staðar finnur maður t.d. yfirmenn í jakkafötum með cowboyhatt? Það verður ekki meira amerískt en í Dallas þar sem málhreymurinn er sterkur og heyrist út um allt. Borgin er stórborg og meðal 10 stærstu borga í USA. Sögulega séð þá tengist borgin bæði járnbrautar-, bómullar-, og olíuiðnaðinum í USA.
Olíuiðnaðurinn gerði borgina Dallas heimsþekkta í lok sjöunda áratugarins með sjónvarpsþáttunum Dallas og ef þú ert mikill aðdáandi þá er upplagt að heimsækja búgarðinn Soutfork Ranch þar sem Ewing fjölskyldan hafði aðsetur, en búgarðurinn liggur aðeins fyrir utan borgina. Í dag er borgin ennþá ein af orkumestu borgum heims og árið 2013 var þar meiri þróun en á nokkru öðru svæði í USA sem er að svipaðri stærð. Dallas er borg þar sem þróunin er í hröðum vexti og það gengur ekki hljóðlega fyrir sig, heldur er um að ræða texas stíl og stórar handasveiflur.

Þróunin smitar einnig af á veitingaiðnaðinn og næturlífið, og maturinn í Dallas er kapituli út af fyrir sig. Hér er el dorado fyrir þá sem elska nautakjöt af bestu gæðum. Þú mátt ekki missa af barbecue í Texas, bæði nautakjöt og kjúklingur er matreitt þannig að það bragðast himneskt.

Dallas er einnig spennandi verslunarborg þar sem hægt er að versla allt mögulegt og hér eru einnig áhugaverð söfn og minnismerki eins og t.d. minnismerkið um John F. Kennedy sem var skotinn árið 1963 og er hægt að skoða safnið Sixth Floor Museum og fræðast um hvað gerðist þann dag, en safnið er einn mest heimsótti ferðamannastaður í Dallas.

Einnig er áhugavert að heimsækja George W. Bush Presidential Library and Museum, Perot Museum of Nature and Sience og Dallas Arboretum and Botanical Garden.

Hægt er að heimsækja Dallas allt árið því hér eru mildir vetur og á haustin er haldin ein af heimsins stærstu markaðshátíðum sem upplagt er að heimsækja.

Ticket2Travel.is finnur alltaf ódýrustu fargjöldin til Dallas einnig finnur leitarvélinn bestu flugleiðinar hjá öllum flugfélögum.

Dallas - Fort Worth (DFW)
Dallas - Fort Worth (DFW)

Það búa tæplega 8 milljónir í Dallas Fort Worth sem gerir borgina þá fjölmennustu í Texas og fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna. Það eru þrjú flugfélög sem flúga beint frá Keflavík til DFW

shade