Flug og flugmiðar til Texas
Texas fylki er staðsett í suðurhluta Bandaríkjanna og er næststærsta fylkið, það er aðeins fylkið Alaska sem er stærra. Vestan við Texas er fylkið New Mexico, norður af Texas er Oklahoma og Arkansas, í austri er Luoisiana og suður af Texas er Mexico. Höfuðborg Texas er borgin Austin en stærsta borgin er Houston. Einnig er hin þekkta borg Dallas staðsett í Texas.
Eins og þekkt er voru indíánaættflokkar á þessu svæði sem fluttir voru með valdi á árunum 1870-1880, járnbrautarkerfið fór í uppsveiflu sem og nautgriparæktun og skapaðist þá goðsögnin um Texas og hið virkilega „Villta Vestrið“. Í byrjun 20. aldar var það svo oían sem var mikilvægust og voru þá borgirnar Houston og Dallas taldar vera tvær af velstæðustu borgum heims.
Það var einnig í Dallas sem forsetinn John F. Kennedy var skotinn árið 1963 og er safnið Sixth Floor Museum einn mest heimsótti ferðamannastaður í Dallas. Einnig var fyrrverandi forseti Bandaríkjanna George Bush ríkisstjóri í Texas frá 1994 til ársins 2000.
Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir, flugverð og flugfélög hjá öllum flugfélögum sem flúga til Texas
Dallas
Dallas í Texas er einstök borg, hvar annars staðar finnur maður t.d. yfirmenn í jakkafötum með cowboyhatt? Það verður ekki meira amerískt en í Dallas þar sem málhreymurinn er sterkur og heyrist út um allt. Hvað varðar stærð borga í USA þá eru aðeins borgirnar New York City, Los Angeles og Chicago sem eru stærri en Dallas
Dallas - Fort Worth (DFW)
Það búa tæplega 8 milljónir í Dallas Fort Worth sem gerir borgina þá fjölmennustu í Texas og fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna. Það eru þrjú flugfélög sem flúga beint frá Keflavík til DFW
Houston
Houston er stærsta borg í Texas og fjórða stærsta borg í USA með mikið af söfnum, tónlistar og listaviðburðum, góðum mat, afslappað andrúmsloft og vinalegheit sem maður finnur yfirleitt ekki í stórborgum. Houston eru aðalstöðvar Texas og eitt af heimsins mikilvægustu svæðum hvað varðar líftækni...
