Flug og flugmiðar til Nashville

Höfuðborg Tenessee er borgin Nashville sem er m.a. miðstöð fjármála og heilbrigðisþjónustu sem og tónlistarútgáfu. Borgin liggur við fljótið Cumberland og er staðsett miðsvæðis í norðurhluta fylkisins. Borgin er þekkt fyrir spennandi Country tónlistar umhverfi svo hér er upplagt að heimsækja krárnar og rifja upp Linedancing meðan Country tónlistin er spiluð sem aldrei fyrr. Svo er hægt að heimsækja hið gamla Grand Ole Opry House sem er staðsett rétt fyrir utan

Nashville og einnig er hægt að upplifa frábæra tónleika í Schermerhorn Symphony Center sem er staðsett í miðborginni, einnig eru haldnir Country tónleikar í borginni á hverju ári, CMA Musik Festival sem er frábært að upplifa og þá sérstaklega fyrir áhugafólk um Country tónlist. Fyrir áhugafólk um sögu er hægt að heimsækja safnið, Tenessee State Museum og fræðast  þar bæði um sögu borgarinnar sem og sögu fylkisins.

Ticket2Travel.is leitar, finnur og ber saman flugverð ásamt flugleiðum hjá fjölmörgum flugfélögum til Nashville

shade