Flug og flugmiðar til Memphis

Borgin Memphis er stærsta borg Tenessees fylkis í Bandaríkjunum. Borgin er þekkt fyrir Blús, jazz og rock tónlist og í miðborginni á Beale Street er hægt að rölta á milli bara og hlusta á frábæra tónlist. Maður verður gripinn af stemningunni og því er um að gera að rölta á milli staða og finna sinn uppáhaldsstað. Borgin er einnig heimaborg Elvis Presley en hann er grafinn í garðinum við húsið sem hann bjó í, Graceland, Elvis Presley Boulevard No. 3764. Það er einnig í þessari borg sem Martin Luther King var drepinn árið 1968 og í dag er mótelið National Civil Rights Museum, safn fyrir mannréttindabaráttu.

Svo má ekki gleyma söngvaranum og tónlistarhöfundinum Justin Timberlake en hann er einnig fæddur í Memphis og ólst upp í bænum Shelby Forest sem er lítill bær á milli Memphis og Millington. Það er því margt hægt skoða og upplifa í borginni og þar á meðal er hinn stóri glerpýramidi sem kallast „The Pyramid“ og þar voru oft haldnir stórir tónleikar og íþróttaleikir en í dag er þar m.a. hótel, veitingastaðir, bowling svæði og fl.
Borgin liggur við hið fræga fljót, Mississippi sem er annað lengsta fljót Bandaríkjanna.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð, flugleiðir og öll flugfélög sem fljúga til Memphis

 

 

 

 

 

shade