Flug og flugmiðar til Tennessee

Tennessee fylki í Bandaríkjunm er þekkt fyrir borgirnar Nashville sem er höfuðborg fylkisins og Memphis sem er stærsta borgin í fylkinu og eru báðar þessar borgir þekktar sem meiriháttar tónlistarborgir en svo er fylkið Tennessee einnig þekkt fyrir hið heimsfræga Whisky, Jack Daníels. Íbúar fylkisins eru tæplega 7 milljónir. Tenessee fylki er staðsett í austurhluta Bandaríkjanna og liggur að 8 öðrum fylkjum sem eru: Kentucky og Virginía í norðri, Norður-Karólína í austri, Georgía, Alabama og Mississippi í suðri og Ankansas og Missouri í vestri.

Memphis
Memphis

Borgin Memphis er stærsta borg Tenessees fylkis í Bandaríkjunum. Borgin er þekkt fyrir Blús, jazz og rock tónlist og í miðborginni á Beale Street er hægt að rölta á milli bara og hlusta á frábæra tónlist.

Nashville
Nashville

Höfuðborg Tenessee er borgin Nashville sem er m.a. miðstöð fjármála og heilbrigðisþjónustu sem og tónlistarútgáfu. Borgin liggur við fljótið Cumberland og er staðsett miðsvæðis í norðurhluta fylkisins. Borgin er þekkt fyrir spennandi Country tónlistar umhverfi svo hér er upplagt að heimsækja krárnar og rifja upp..

shade